17.9.2010 | 23:10
Hópmálsókn Samtaka lánþega.
Vondandi að Samtök lánþega ráði ekki Gísla Baldur Garðarson til starfa fyrir sig. Hverjum dettur annars í huga að ráða hann sem lögfræðing í máli gegn auðvaldsbatteríi. Gísli Baldur er innmúraður og gegnheill....
http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/# Skoðið undir: Annar rökstuðningur.
![]() |
Á þriðja hundrað í hópmálssókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.9.2010 kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2010 | 17:06
Nú skulum við bara fleygja Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á haugana!
Það er alveg greinilegt, að stór hluti stjórnmálamanna, álitsgjafa og bloggara vill ekkert gera með niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis. Það sést best á umræðunni um niðurstöður Atla-nefndarinnar og Landsdóminn. Umræðan um lögin um Landsdóminn eru á sömu nótum og um neitunarvald forsetans í kringum fjölmiðlalögin fyrri. Þá vildu sumir túlka stjórnarskránna eftir sínum hentugleika. Sama á við um lögin um Landsdóminn nú. Enginn, endurtek enginn, hafði áður gert þessar athugasemdir um lögin! Þau voru síðast endurbætt 2008 og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins útnefndi nýjan fulltrúa sinn í hann síðastliðinn vetur!
Rannsóknarnefnd Alþingis komst að ákveðinni niðurstöðu um vanrækslu og afglöp stjórnmálamanna og embættismanna. Og það komu líka vísbendingar um hina og þessa vafasama fjármálagerninga. Nú vill enginn gera neitt með þessar niðurstöður og reyndar túlka þær eftir sínum hentugleika! Engin skal sæta ábyrgð. Enginn kannast við ábyrgð. Enginn gerði neitt rangt. Engin vanræksla og engin afglöp. Hér var sem sagt allt í lagi, þangað til að ó,ó, það varð hrun. Það er engum að kenna, ekki innanlands altént, nema kannski Sigurði Einarssyni og Sigurjóni Árnasyni. Og þeir búa í útlöndum. Hér varð allt vitlaust, þegar Sérstakur Saksóknari vogaði sér að handtaka nokkra grunaða fjármálaafglapa! Hvílíkur dónaskapur, sögðu menn! Vildu að Sérstakur biði hinum virðulegu fjármálamönnum í létt spjall yfir kaffi og vínarbrauði, og kannski líka rjómatertu! Ofan á allt fékk hann Interpól til að gefa út handtökuskipun á einn, sem mátti ekki vera að því að mæta í kaffisopann og vínarbrauðið! Hvílík ósvífni! Rekum bara Sérstakan! Við skulum sko ekki benda fingri á neinn, ekki einn!
Við skulum ekki persónugera, sagði Geir! Hér var þjóðlífið sokkið upp fyrir eyru í spillingu og siðleysi! Stjórnmála- og embættismenn vanræktu skyldur sínar við þjóðina! Nú virðist bara allt hafa verið í lagi! Við skulum bara ekki persónugera eitt né neitt. Og við skulum bara trúa því, að hér hafi ekki verið nein spilling eða siðleysi, einsog við gerðum áður. Við skulum bara öll vera góð!
Hér gerði enginn neitt af sér, nema kannski einn eða tveir glaumgosar, Jón Ásgeir og Björgólfur Thor! Að öðru leyti erum við öll jafn saklaus og með tandurhreina samvisku, líkt og nýborið Jésúbarnið. Hér hefur enginn gert neitt af sér, nema helst núverandi ríkisstjórn og svo þessi Atli þarna!
Þessvegna þarf ekki að kalla neinn til ábyrgðar og ekkert uppgjör að fara fram. Og enginn siðbót þarf að verða vegna þess að siðferð okkar hefur alltaf verið svo himinhrópandi gott! Alltaf og á öllum sviðum!
Sem sagt: Við skulum bara fleygja Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á haugana! Við erum fín einsog við höfum alltaf verið, nema kannski Steingrímur og svo þessi Atli þarna!
Ekkert siðleysi, engin afglöp né fjármálaglæpir hafa nokkur tíma átt sér stað á Íslandi, stórasta landi í heimi! Við erum best! Svo góð, siðsöm og heiðarleg!
![]() |
Krafan byggir á vanþekkingu Ólafar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2010 | 11:31
Sjálfsagt að rannsaka, en þá þarf að rannsaka frá upphafi málsins til dagsins í dag!
Sjálfstæðismenn tala gjarnan um Icesave-málið einsog það hafi dottið af himnum ofan 1. febrúar 2009 eða jafnvel að Steingrímur hafi uppdiktað þetta alltsaman af illkvittni sinni! Ef rannsaka á Icesave málið þarf að taka saman á einn stað allan feril málsins. Hvernig staðið var að stofnun þessara reikninga, alla sögu þeirra fram að hruni. Síðan þarf að rannsaka hvernig Árni Matt., Ingibjörg Sólrún, Geir H. og Davíð meðhöndluðu málið eftir hrunið í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde. Þá þarf að meta í hvaða stöðu málið var við stjórnarskiptin. Það er reyndar mjög áríðandi. Þriðji þátturinn er svo, hvernig ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hafa tæklað það. Og þá þarf líka að hafa í huga aðkomu stjórnarandstöðunnar. Það er nefnilega sitthvað hvernig menn tala á þingfundum og svo í þingnefndum!
Sjálfstæðismenn vilja aðeins rannsaka þátt Steingríms og Jóhönnu, en tala ekki um eigin afglöp í málinu! En það þarf að fá alla sögu þess uppá yfirborðið!
![]() |
Vilja sérstaka Icesave-rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |