Hinir siðblindu eru alltaf saklausir!

Það hefur víst farið framhjá Vilhjálmi Egilssyni, einsog margt annað, að það var Rannsóknarnefnd Alþingis, sem fann út að umræddir ráðamenn hefðu gert sig seka um vanrækslu.  Í nefndinni sátu menn, sem varla verða vændir um menningarbyltingarkenndar skoðanir!  Alþingi skipaði sérstaka nefnd til að fjalla um þessar niðurstöður Rannsóknarnefndarinnar.  Varla eru margir alþingismenn haldnir menningarbyltingarkenndum, eða hvað?  Og ekki nefndarmennirnir sem Alþingi kaus í nefndina? 

Maður heitir Sigurður.  Hann fékk ungur viðurnefnið blindi.  Siggi blindi kvaðst hafa alveg hreina samvisku, þegar hann gekk á fund Sérstaks.  Nú spyr ég sjálfan mig:  Er Vilhjálmur í sama Blindrafélagi og Siggi blindi!

Kannski er réttlæti menningarbyltingarkennd hugmynd í huga Vilhjálm Egilssonar.  Er hann svo beygður eftir útreiðina sem samantekt hans sjálfs fékk hjá Davíð Oddssyni, að honum finnst allt uppgjör eftir hrunið orðið óþarft?  Að fleygja eigi Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis í ruslið og reka Sérstakan Saksóknara.  Það liggur beinast við að ætla það.  Kannski finnst honum að vernda þurfi sérstaklega æru sumra og ekki annarra.  Sem sé "yfirstéttarinnar", sem aldrei hefur viljað sitja við  sama borð og aðrir þjóðfélagsþegnar, og telur sig hafna yfir lög og reglur samfélagsins!  "Það þarf að hætta að slátra köttum en fara á fullt í að veiða mýs."VE.

 Að allir eigi að vera jafnir fyrir lögunum, sé hreinlega menningarbyltingarkennd hugmynd.

Lifi menningarbyltingin!  Ef í henni felst réttlætið í dag!  Ekki felst það í gildismati hinna blindu!


mbl.is Menningarbyltingarkennt ástand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband