4.1.2010 | 11:34
Óðagot og brigslyrði.
Er ekki komið nóg af allskyns brigslyrðum í umræðunni, þó háttvirtur lagaprófessor bæti ekki í. Hverskonar æsingur er þetta? Og talsmáti? Landráð, stjórnarskrárbrot, svik....Ég ætla bara að biðja þennan launþega íslensku þjóðarinnar að hafa sig hægan. Er eitthvað minna að gera hjá honum við álitsgjöf til stjórnvalda eftir að Sjálfgræðisflokkurinn missti völdin?
Hvað næst? Aftökur án dóms og laga?
Jaðrar við stjórnarskrárbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
lol..
Og veit hann ekki að:
26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu
Birgir Örn Guðjónsson, 4.1.2010 kl. 12:11
Eiríkur hefur aldrei notað orðið "landráð" í þessari umræðu, nema það sé til þess að svara spurningum. Ég sé svo ekkert að því að velta fyrir sér mögulegu stjórnarskrárbroti forsetans.
Birgir, ert þú alveg rjúkandi vitlaus? Það er löngu búið að leggja frumvarpið fyrir forsetann. Lærðu að lesa áður en þú tjáir þig. Ég býst kannski við að það sé til of mikils mælst fyrir 15 ára krakka.
Gummi (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 12:46
Ýmsir stjórnarandstöðuþingmenn notu orðin landráð og landráðamenn í sífellu á Alþingi, Gummi! Og hafi skömm fyrir!
Auðun Gíslason, 4.1.2010 kl. 12:53
Þú segir að Eiríkur hafi viðhaft þessi ummæli. Það hefur hann ekki gert. Niðurstaða: Það er engu minna óðagot í þér.
Gummi (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 17:53
Það er hægt að hlusta á viðtalið á RÚV! þar sem hann segir þetta!
Auðun Gíslason, 5.1.2010 kl. 02:14
Hann sagði jú "stjórnarskrárbrot", en talaði aldrei um landráð. Það má vel tala um stjórnarskrárbrot og það hefur aldrei talið vera óviðeigandi í umræðu sem þessari. Vertu ekki að þessum barnaskap.
Gummi (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.