Á þá að breyta vatnalögum?

Það er litlu breytt með auðlindir sjávar að skilgreina þær sem eign þjóðarinnar!  Verður ekki sama sagan með vatnið hér í landi hins ginnheilaga séreignarréttar. 

Í öllu einka-æðinu "gleymdu" ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins að gæta hagsmuna þjóðarinnar.  Niðurstaðan er hrunið!  Hagsmunum þjóðarinnar var fórnað fyrir hagsmuni einkafyrirtækja!  Þeir hagsmunir voru taldir brýnni, og hafa meiri lagalega vigt, en hagsmunir þjóðarinnar!

http://www.althingi.is/leit.php4?stofn1=true&texti1=vatnal%F6g


mbl.is Vatn almannaeign samkvæmt stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef farið hefði verið eftir hugmyndum frjálshyggjunnar út í eitt þá sætu nú þeir sem báru ábyrgð á hruninu í fangelsi eignarlausir. ofan það þá væri engin Icesave deila. því Icesave er ríkisvæðing á tapi einkageirans, eitthvað sem fer gegn öllum kenningum frjálshyggjunar.

að ríkisvæða tap einkageirans er eitthvað sem aðeins sósíalistar finna upp á. í þessu tilfelli var mikið um sósíalista í jakkafötum. 

annað er að þeir sem stjórnuðu föllnu bönkunum höfðu ekki neina umtalsverða langtíma hagsmuni. þeir horfðu bara á stundarhagsmuni sem fellst í bónusum og háum hlutabréfaverði. það er reyndar hvorki sósíalismi né frjálshyggja, heldur bara skammsýni. 

Fannar frá Rifi, 4.1.2010 kl. 17:59

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Hverjir samþykktu fyrstir þessa ríkisábyrgð?  Jú, það var nú gert í tíð fyrri ríkisstjórnar, ríkisstjórnar Geirs H. Haarde.  Frjálshyggjumennirnir ríkisvæddu tap einkageirans hér einsog annarsstaðar, núna einsog alltaf á endanum!  Eru Geir, Davíð Oddsson, Árni Matt. og fleiri sósíalsistar í jakkafötum.

Ræða Bjarna Benediktssónar 28.nóvember 2008 í fyrri umræðu um “Tillögu til þingsályktunar um samninga varðandi ábyrgð ríkissjóðs á innstæðutryggingum vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á Evrópska efnahagssvæðinu."  

 Ræðuna má finna hér:http://blog.eyjan.is/larahanna/2009/12/30/aest-til-oeirda-a-folskum-forsendum/

Hér er svar við þeirri fullyrðingu að ekki sé ríkisábyrgð á innistæðum!  Og hér má finna upplýsingar um að það var þessi auma ríkisstjórn frjálshyggjumannanna, sem samþykkti hana fyrstir allra!!!  Og skrifuðu fyrstir manna uppá  að íslenskur almenningur ætti að taka á sig Icesave-byrðarnar!!!  Ég ráðlegg Fannari að taka til í höfðinu á sér.

Auðun Gíslason, 5.1.2010 kl. 02:13

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

arbíddu var lagt fyrir alþingi íslendinga í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde frumvarp um að ábyrgjast innistæður vegna áhættufjárfesta í öðrum ríkjum? ræður embættismanna og ráðherra hafa ekkert lagalegt gildi varðandi fjárlög. Aðeins löggjafarsamkuntan Alþingi hefur um fjármál ríkissins að segja. Allt annað er innantómt þvaður. engin getur lofað ríkisábyrgð fyrir hönd Alþingis nema meirihluti þingmanna með löggjöf.

ef þú getur komið með löggjöf sem samþykkt var á sínum tíma þá skal ég draga öll orð mín til baka og biðjast afsökunar. en líklega er þetta bara enn ein smjörklípuaðferðin hjá fúlum vinstrimönnum sem eru grenjandi yfir því að þurfa taka ábyrgð á eigin gjörðum. 

Svavars samningurinn um Icesave er algjörlega á ábyrgð þeirra sem sendu samningamenn út til að semja, samþykktu samningin og tróðu honum í gegnum þingið. engin annar ber ábyrgð á Icesave samningunum. Núverandi ríkisstjórn ber enga ábyrgð á loforðum embættismanna og skiptur þá einu hvort þeir eru ráðaneytisstjórar eða ráðherrar. þeir hafa bara ekki vald né heimild til að lofa slíku.

ég beini þessum orðum þínum með tiltekt aftur til þín en efast um árangurinn. þú virðist vera blindur á allt nema það sem þú kýst að sjá. 

sjálfur get ég verið stoltur af því að hafa frá fyrstu tíð mótmælt og barist gegn aðkomu nýlenduveldanna að innanríkismálum Íslands og aðkomu einka innheimtufyrirtækis þeirra sem í daglegu máli kallast AGS (IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn). 

Fannar frá Rifi, 5.1.2010 kl. 09:52

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Þingsályktunartillaga stjórnarinnar var samþykkt á alþingi.  Ég er að tala um solid undirskriftir embættismanna fyrir hönd fjármálaráðherra haustið 2008.  Ráðherra skrifaði undir samning við ESB um miðjan nóvember um að Ísland muni standa við skuldbindingarnar.  Á vef Fjármálaráðuneytisins var birt frétt um málið 16. nóvember 2008!  Þessi samningur hefur gildi skv. þjóðarrétti!

Auðun Gíslason, 6.1.2010 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband