4.1.2010 | 15:26
Trúverðugleiki Indefence undirskriftanna rýrnar enn!
Félags- og tryggingamálaráðuneytinu hefur borist ábending um að nafn ráðuneytisins hafi verið skráð á undirskriftalista InDefence hópsins: Áskorun til forseta Íslands - Þjóðaratkvæðagreiðslu um ný Icesave lög. Ráðuneytið vill af þessu tilefni taka fram að nafn og kennitala ráðuneytisins virðast hafa verið misnotuð, enda tekur ráðuneytið ekki afstöðu í málinu og getur ekki skrifað undir áskoranir sem atkvæðisbær borgari. Þess hefur verður farið á leit við aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar að nafn ráðuneytisins verði máð af listanum.
http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/4734
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.