5.1.2010 | 02:36
Björn Valur takur stjórnarandstöðuna á beinið! "Sáttatónn þeirra var falskur frá fyrsta degi!
Þessa stjórnarandstöðu sem hljóp frá málinu í sumar, þegar kom að atkvæðagreiðslunni. Sjálfstæðismenn skrifuðu undir nefndarálitið, en greiddu ekki atkvæði með í þinginu. Settu þá sátt sem hafði ríkt í vinnu þingsins uppí loft. Ekki gekk Hreyfingunni betur að fóta sig með "keypt og selt" taktík sinni. Um Framsóknarmenn hirði ég ekki að ræða. Vona bara þeirra vegna, að þeir losni sem fyrst við Sigmund og Höskuld úr flokknum. Það eina sem vakir fyrir þessum þrem stjórnmálaöflum er að komast til valda. Og reynslan sýnir, að þá mun hagur þjóðarinnar ekki verða í fyrirrúmi!
Sáttatónn þeirra var falskur frá fyrsta degi. Þeirra er ábyrgðin og þannig hafa þau skrifað sína pólitísku sögu, sem óábyrg stjórnmálaöfl sem brugðust þjóð sinni á einum erfiðustu tímum í sögu lýðveldisins. skrifar Björn Valur Gíslason.
http://bjoval.hexia.net/faces/blog/list.do?face=bjoval
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.