5.1.2010 | 02:49
Eru hægrimenn að ganga af göflunum?
Ruglið og bullið í ýmsum hægrimönnum hér á blogginu er alveg ótrúlegt. Forsetinn þetta... Stjórnin hitt... Stjórnin að gera forsetann að fífli. Forsetinn að hafa stjórnina að fífli. Björn Valur hefði átt að halda áfram að glamra á gítarinn sinn... Forsetinn hefur ekki neitunarvald...Forsetinn á að neita að skrifa undir... Icesave-reikningarnir eru Jóhönnu og Steingrími að kenna. Við verðum að losna við kerlingarálftina. Steingrímur er kommúnisti...Kerlingin er á lyfjum. Hún er lítilsigld. Ætlar að selja þjóðernið. Icesave er Steingrími að kenna, hann sendi sko Svavar. Og svo vita menn ekki haus né sporð á því sem þeir er að tala um Og minna mest á Ingva Hrafn þegar málæðisrunan stendur útúr honum einsog Dettifoss í úrhellisrigningu! Þessi og hinn er vanhæfur! Forsetinn er Barbiedúkka! Bla, bla, bla....
Eru menn gersamlega farnir á geði og gengnir af göflunum? Hvað eru menn eiginlega að setja ofaní sig? Skítkast og aðdróttanir og brigslyrði! Málefnin; þeim er snúð á haus. Staðreyndir umgangast álíka frjálslega og KSÍ-menn súlumeyjar! Átu menn úldinn hund á Nýjársdag?
P.s. Steingrímur er þá vinsælasti kommúnisti, sem Ísland hefur alið. Hann varð í öðru sæti í vali á maður ársins!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:39 | Facebook
Athugasemdir
Það ert þú sem snýrð öllu á haus. Það eru vinstrimenn sem eru að ganga af göflunum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 03:49
Allar þessar tilvitnanir hef ég af bloggum hægrimanna. Dæmi um sraðreyndaruglið er: Icesave er ríkisstjórn Jóhönnu að kenna! Og annað er í sama dúr!
Auðun Gíslason, 5.1.2010 kl. 03:51
ÆÆÆ! Ég hefði náttúrulega átt að svara: Nei, það ert þú! Svo hefði Gunnar svarað: Nei, það ert þú! Og ég: Nei, það ert þú! OG svo framvegis! Þetta er það sem Sjálfstæðismenn kalla málefnalega umræðu!
Auðun Gíslason, 5.1.2010 kl. 03:54
Vinstri menn kunna ekki að búa til hagsæld. Á þessu hamra hægri menn sýknt og heilagt. Þeir kunna að búa til hagsæld og benda á að þrátt fyrir allt sé nú ekki hægt að neita því að aldrei hafi ríkt á Íslandi önnur eins hagsæld og sú hagsæld sem við bjuggum við á tíma hægri stjórnar. Þetta er rétt hjá þeim.
Sú hagsæld óbreyttra var reyndar tekin að láni með verðtryggðum vöxtum og breyttist í martröð þegar í ljós kom að hægri menn kunnu ekki annað en fljúga í þotum með viskíglas.
Árni Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 10:06
Neitar þú því að ríkisstjórnin beri ábyrgð á Icesave-samningnum??
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 12:39
Gunnar. Um hvaða IceSave samning ertu að tala? (fyrirgefðu framhleypnina því spurningunni var ekki beint til mín) Það er búið að gera þrjá samninga eftir því sem ég veit best. Þar báru ábyrgð ráðherrar og ríkisstjórnir sem unnu að hverju sinni.
Ein ríkisstjórn bar ábyrgða á aðdraganda skuldarinnar sem um ræiðir. Báðar ríkisstjórnirnar sem sömdu fyrir okkar hönd klúðruðu málum skelfilega.
Þetta er "óháð" mati á stjórnmálaflokkunum sem allir eiga það sameiginlegt að vera ekki bara óhæfir heldur eiginlega óhæfastir til að takast á við hrunið og óhæfir til að byggja upp land með bjartsýnni þjóð sem ræður yfir meiri auðlindum en nokkur önnur þjóð í þessum heimshluta.
Mestur hluti þjóðarinnar er óhæfur til að ræða málin af hlutlægri yfirvegun vegna Bergþóru- heilkennisins: "Ung var eg gefin Njáli"
Árni Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 14:59
Þið eruð víst báðir sammála því, að ríkistjórnin gangi frá borði nú þegar og láti hægrimönnum eftir að endurreisa íslenskt samfélag. Verði ykkur að góðu! Reyndar eftir það sem gengið hefur á, þá héld ég að það væri réttast, að stjórnin segi af sér og leyfi Sigmundi Davíð og Bjarna Ben að spreyta sig. Þeir búa væntanlega báðir yfir þeim mannkostum og reynslu og þekkingu sem til þarf, eða hvað? Milljarðaerfingjarnir hljóta að geta búið almúganum betri lífskjör en áður hefur þekkst í heiminum!
Gunnar! Í fyrsta lagi var ríkisábyrgð á innistæðunum á evrópska-efnahagssvæðinu fyrst samþykkt haustið 2008 í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins. Í öðru lagi voru undirritaðar yfirlýsingar/samningar bæði við Hollendinga og við ESB fyrir hönd Breta og Hollendinga um að greiða innistæðusjóðum landanna útlagðar fjárhæðir vegna Icesave-reikninganna! Þessar yfirlýsingar/samningar hafa þjóðréttarlegt gildi og gilda því einsog hverjir aðrir milliríkjasamningar. Óskhyggja þín breytir engu í þessum málum!
Núverandi stjórn fékk Icesave-málið í fangið frá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Engar líkur á að betri samningar bjóðist en þessi sem er á borðinu nú!
Árni! Ég vona að þú lesir þessa færslu Þorsteins Vilhjálmssonar, ef þú ert ekki búinn að því nú þegar! http://vthorsteinsson.blog.is/blog/vthorsteinsson/entry/1000668/
Auðun Gíslason, 5.1.2010 kl. 17:16
Að sjálfsögðu var samþykkt að borga það sem við eigum að borga... en ekkert umfram það. Þar stendur hnífurinn í kúnni. ESB-rassasleikjurnar í Samfylkingunni vilja afsala lagalegum rétti okkar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 17:56
Hvað eigum við að borga, sama, meira, minna? Heldur þú að við ráðum því? Það var búið að semja um þær greiðslur sem Bretar og Hollendingar geta sætt sig við, ekki eyri meira!
Varðandi orðaval þitt um Samfylkinguna ætla ég að biðja þig að gæta orða þinna! Orðfæri götustráka er illa liðið hér! Þér til upplýsingar til að fyrirbyggja misskilning: Ég er ekki stuðningsmaður Samfylkingarinnar og hef aldrei verið!
Auðun Gíslason, 5.1.2010 kl. 18:12
Um þetta deila einmitt lögspekingar. Hver er hin alþjóðlega skuldbinding okkar?
Það er sérstaklega fjallað um í alþjóðalögum, að hún sé lítil þegar um algjört bankahrun er að ræða eins og hér. Afhverju ekki að láta dómstóla um málið?
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 19:28
Í athugasemd 7 kemur fram hverjir gengust undir þessar skuldbindingar fyrir okkar hönd haustið 2008, það voru ráðherrar Sjálfstæðisflokksis! Eigum við að hlaupa frá þeim líka!
Auðun Gíslason, 5.1.2010 kl. 21:34
Það er engin að tala um að hlaupa frá skuldbindingum, Auðunn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.