12.1.2010 | 19:54
En skiptir keisarinn um föt!
Yfirlýsingagleði formannsins er slík, að hann man ekki frá degi til dags hvað hefur sagt og hvað ekki! Fyrir nokkrum dögum sagði hann, að málið snérist ekki um ríkisstjórnina. Nú er annað uppá teningnum. Spurning, hvort Bjarna tekst að kjafta sig útí horn með þessum ráðleysislegu og ruglingslegu yfirlýsingum. Þetta minnir á síðustu ríkisstjórn Flokksins. Hún hrökklaðist frá vegna ráðleysis ráðherra FLokksins, sem tókst því miður að þrælbinda íslenska ríkið með undirskriftum sínum. Allar samningstilraunir seinni ríkisstjórna hafa verið bundnar þessum skuldbindandi undirskriftum Sjálfstæðisráðherranna!
Bjarni: Snýst um líf ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.