Forheimskun rökþrota hægri-öfgamanna! Jón Valur kominn í baráttu fyrir endurkomu Ingibjargar Sólrúnar í pólitík?

Það er ansi skondið að lesa skrif manna þegar rökþrotið blasir við.  þá eru blákaldar opinberar upplýsingar af vef forsætisráðuneytisins taldar forheimskandi og þeir sem setja þær fram að sama skapi vitlausir.

Jón Valur, einn alræmdasti "besser-wisser" þjóðarinnar, tekur upp málflutning Ingibjargar Sólrúnar um að undirritaðar vilja yfirlýsingar og samningar séu bara minnismiðar.  Árni Matt. getur á sömu nótum haldið því fram, að ríkisbókhaldið sé bara rassvasabókhald og sem slíkt að engu hafandi.

Hvað varðar undirskriftir ráðherra (Árna Matt. í þessu tilviki) og embættismanna fyrir þeirra hönd, þá hefur Helgi Áss Grétarsson upplýst (Á Hrafnaþingi ÍNN), að slíkar undirskriftir hafi þjóðréttarlegt gildi.  Enda blasir það við, að annars gætu menn sett nafnið sitt undir allskyns samninga og yfirlýsingar án þess að slíkt hafi neitt gildi.  Í þessu tilviki voru engir fyrirvarar við undirskriftir.  Það blasir því við að samskipti þjóða væru ansi undarleg, ef málum væri svo háttað.  Einsog Ingibjörg Sólrún og samherji hennar, Jón Valur, vill vera láta!  Kannski Jón taki að sér að berjast fyrir endurkomu Ingibjargar Sólrúnar í pólitíkina.  Öðruvísi mér áður brá!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband