Það er nú gott!

Ýmislegt getur áunnist með þessum viðræðum stjórnar og stjórnarandstöðu.  Það er fyrst samstaða innanlands í stað þess þrákelknilega óróa sem hér hefur ríkt.  Kannski fást Hollendingar og Bretar að samningaborðinu.  En fyrst þarf að nást samstaða og hún þarf að halda, þannig að menn hlaupist ekki undan merkjum, þegar þeim þykir henta.  Það sést vel á tættri umræðunni hér á blogginu hversu sundruð þjóðin er.  Þessu rugli verður að linna.  Hlutverk stjórnmálamannanna nú hlýtur að vera, að sameina þjóðina og lægja öldurnar.  Hvort sem tekst að draga Hollendinga og Breta að samningaborðinu.  Og hvort sem betri samningur næst.  Aðalatriðið er að þjóðin standi saman.   Þá má ná ýmsu fram, bæði innan lands og utan!


mbl.is Forsætisráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband