Robert Wade sagði líka, að fjármálakerfi Íslendinga hefði hrunið, þó ekki hefði hefði komið til alþjóðleg fjármálakreppa.
Það getur vel verið, að mogga og rúv finnist, að það hjálpi að kenna öðrum um. Fólk sem gerir það er ófært um að taka þátt í endurreisninni. Hér þarf að endurreisa siðferði þjóðarinnar, auk efnahagslífsins. Það gerist ekki með því að kenna öðrum um vanrækslu okkar og sofanda hátt. Þjóðin þarf að líta í eigin barm, ekki annarra. Í því felst uppgjör. Og svo þarf að bæta fyrir það tjón, sem framferði okkar Íslendinga hefur valdið öðrum. Meðal tjóna er Icesave málið efst á baugi nú. Hvort sem okkur líkar betur eða ver, verðum við að bæta það tjón sem hlaust af í sátt við aðra. Það er einmitt hluti af uppgjörinu: sátt við umhverfi okkar meðal þjóðanna.
Nákvæmlega einsog fyllibytta, sem hættir að drekka og byggir upp líf sitt, þarf þjóðin að endurmeta allt það, sem hún hefur gert, og ekki gert, síðastliðin ár. Og bæta fyrir brot sín! Uppræta skaðlegan hugsunarhátt. Bæta siðferði sitt.
Kannski gengur Arionbanki í takt við þjóðarsálina, þegar hann telur að hér eigi allt að vera óbreytt. Sömu fjárglæframennirnir eigi að ríða hér röftum sem fyrr. Og sama hugarfar að ríkja. Þá er upplagt að kenna öðrum um og neita að borga Icesave. Halda áfram með sama hrokanum og yfirlætinu! Breyta engu! Bissness as usual!
Vanræksla hollenska seðlabankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.