10.2.2010 | 16:38
Ósvífni RÚVara! Og tilræði við hina einsleitu umræðu lægsta mögulega meðaltals Íslendinga. Sem fram fer á bloggsíðum manna, sem ég hirði ekki um að nafngreina. !
Það er náttúru alger ósvífni RÚVara að hleypa Indriða og Svavari Gestssyni á ljósvakann. Sama gildir um alla aðra, sem hafa aðra skoðun á málinu en Indefence og Jón Gjallarhorn herprestur !
Svavari Gestssyni var hleypt í síðdegisútvarpið í gær með sína sýn á Samningsgerðina. Og svo fjallar RÚV ítarlega um grein Indriða í Fréttablaðinu í morgun.
Þetta er náttúrulega yfirgengileg ósvífni. Og tilræði við hina einsleitu umræðu lægsta mögulega meðaltals Íslendinga! Sem fram fer á bloggsíðum manna, sem ég hirði ekki um að nafngreina. Af tillitssemi við aðstandendur þeirra og með hliðsjóna af meiðyrðalöggjöfinni!
http://dagskra.ruv.is/ras2/4519057/2010/02/09/4/
http://frettir.ruv.is/frett/icesave-nanast-tilbuid-fyrir-ari
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Facebook
Athugasemdir
Er þetta ekki Yesterdays News?
Sigurður Þórðarson, 10.2.2010 kl. 17:32
það má segja það!
Auðun Gíslason, 10.2.2010 kl. 17:35
Þetta var nú skrifað vegna annarrar færslu hér á bloggi. "Ósvífni RÚVara...................."
Auðun Gíslason, 10.2.2010 kl. 17:39
Hver var að segja, að það væri "yfirgengileg ósvífni", að þessi tveir menn fengju aðgang að fjölmiðlum? Ekki ég. En Auðun talar um, að "einsleit umræðu" og beinir þar spjótum sínum að bloggurum umfram aðra. Þar heyrist hins vegar rödd hins óbreytta alþýðumanns. Hvað segir Auðun aftur á móti um þá, sem ráða fjölmiðlunum og hafa flestir talað MEÐ Icesave þindarlaust? Sér hann það ekki hjá Baugsmiðlunum, sem enn eru í hendi Jóns Ásgeirs? Og hefur ekki Rúv verið á fullu að standa með Steingrími og Jóhönnu lengst af? T.d. í Speglinum og í fréttum o.fl. Og hvar var ég að leggja til ritskoðun eða málfrelsisbann á Indriða? Ég var hins vegar að amast við því, að Rúv útvarpi út í loftið fullyrðingum í fréttayfirliti á borð við þessa: "Í fréttum var það helzt að nánast fullkláraður Icesave-samningur var tilbúinn fyrir rúmu ári, gerður í tíð ríkisstjórnar Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, og með mun hærri vöxtum en síðar varð." Þetta var sagt á þennan veg, ÁN ÞESS AÐ TEKIÐ VÆRI FRAM, að þetta væri málflutningur eins manns, Indriða H. Þorlákssonar! Þetta jafngildir því, að Rúv geri orð hans að sínum. Samt er Rúvið við sig í "vinstrimennskunni", ef þetta framferði verðskuldar þá það heiti! Sannir vinstri menn ættu að stofna nýjan flokk og segja skilið við svikaflokkana
Jón Valur Jensson, 10.2.2010 kl. 18:25
En Auðun talar um "einsleita umræðu" (vildi ég sagt hafa)
Jón Valur Jensson, 10.2.2010 kl. 18:26
Er þetta "málflutningur eins manns" Jón Valur? Var þetta ekki birt á mbl.is í dag?
Árni Gunnarsson, 10.2.2010 kl. 18:38
Áfram með umræðuna! Nú er sem sagt ljóst, einsog málsmetandi menn (ég og nokkrir aðrir) vissu fyrir, að samningsgerðin fór fram samfellu. Skref fyrir skref. Minnismiðarnir (þessir gulu, að sögn) höfðu verið undirritaðir af fyrrverandi fjármálaráðherra í samráði við ríkisstjórnina alla. Þar koma m.a. fram Brüssel-viðmiðin, kölluð gömul tugga. Þau byggðust á sáttaumleitunum Frakka milli málsaðila, Íslendinga, Hollendinga og breta (í virðingarröð). Frakka komu að málinu þegar málið var komið í hnút, að sögn! Sem sagt, eitt leiddi af öðru! Nú hafa verið birt "uppköst" af samningum við Hollendinga og breta frá í desember 2008. Loksins! Ég velti því fyrir mér hverslags sauðir menn eru þarna í ráðuneytinu, að birta þetta ekki fyrr. Það hefði sparað ansi margan innsláttinn! En þetta er svolítið lýsandi fyrir vinnubrögðin. Kemur fyrir lítið, þó Steingrímur minn segi það ekki þeirra hlutverk að birta gögn frá stjórnartíð fyrri stjórnar. Á island.is er slatti af gögnum sem óljóst er hvernig koma við sögu í samningaviðræðum Svavars og co. Allt uppá borðið!
Og það er vonum seinna, að samningamennirnir, Svavar og Indriði, láti svo lítið á ávarpa almennig og upplýsa um gang mála. En ofurselji málið ekki í hendur lukkuriddara og farandprédikara til eyðileggingar!
Auðun Gíslason, 10.2.2010 kl. 18:58
"Ósvífni Rúvara í framsetningu fullyrðinga Indriða H. Þorlákssonar eins og um ósvikinn sannleika væri að ræða!" Er þetta ekki bara ósvikinn sannleikurinn!
Auðun Gíslason, 10.2.2010 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.