4.3.2010 | 12:40
Skítt með endurreisn efnahagslífsins!
Trúverðugleiki aðstoðarbankastjórans eykst ekki við þessa yfirlýsingu. Hann sat í SÍ þegar Ísland brunaði fram af brúninni 2008. Og SÍ hafðist ekki að, heldur hellti olíu á eldinn, sem hann kveikti ásamt þáverandi ríkisstjórn, og ríkisstjórnum DO!
Við hrunið féll traust íslenska ríkisins enn meir en verið hafði. Eina leiðin til að endurreisa traustið var að leita til AGS, því miður. Meðan endurskoðun á efnahafsáætlunarinnar fer ekki fram, heldur seinkar og seinkar, dregst endurreisn efnahagslífsins til tjóns fyrir land og þjóð. Atvinnuleysið eykst og verður langvinnara. Kreppan dýpkar! Og það bitnar fyrst og fremst á alþýðunni, launþegum og lífeyrisþegum!
Deila má um aðkomu AGS, en miðað við þá leið sem valin var, og núverandi ríkisstjórn ákvað að fylgja áfram, var hún nauðsynleg. Leiðin án AGS er líka fær, en þá verður að endurskoða allar áætlanir og sú leið er seinfarnari. Miðað við stöðuna nú, töf á afgreiðslu Icesave og seinkun á endurskoðuninni, má segja, að sú áætlun sem valið var að fara eftir sé óvirk og engin raunveruleg áætlun virk!
Aðstoðarbankastjórinn gefur því íslenskum launþegum langt nef með þessum orðum sínum!
Ekki þörf á AGS lánunum fyrr en á næsta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vonandi verður búið að leysa málið í tíma svo ekki þurfi í óðagoti, korter fyrir gjalddaga, að grípa til örþrifaráða.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2010 kl. 16:41
Mér dettur helst í fílabeinsturn. Það er greinileg að hagfræðingurinn hefur ekki áhyggjur að stöðugt vaxandi atvinnuleysi og minnkandi umsvifum í þjóðfélaginu. Ekki frekar en Jón Daníelsson!
Auðun Gíslason, 4.3.2010 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.