Fátækt á Íslandi er pólitísk ákvörðun allra flokka!

 Ég hlustaði á Hörpu Njáls tala um fátækt á RÚV.  Hafi ég skilið hana rétt, þá er fátækt á Íslandi einfaldlega afleiðing af pólitískri stefnumótun nákvæmlega einsog sífelldur peningaskortur í heilbrigðiskerfinu.  Í eina tíð urðu allir stjórnmálaflokkar sammála um að "aðvitað" þyrfti að spara   (skera niður) í heilbrigðsiskerfinu.  Öfugt við Skandínava, sem forða þjóðfélagshópum með lágar tekjur frá fátækt, höfum við samþykkt fátæktina með þögn, aðgerðum og aðgerðarleysi!  Við höfum ekki beitt skattakerfinu til tekjujöfnunar!  Það er til marks um áhugaleysið hér á landi um þessi mál, að ég þurfti að leita lengi að bloggfærslum um málið.  Fréttir af þessu máli er ekki að finna á Smugunni.  Vinstrigrænir bloggarar eru áhugalausir um málið!  Hvað segir það okkur?  Jú, sá flokkur er lika búinn að samþykkja ástandið!  Meirihluti svokallaðra jafnaðarmanna á íslandi hefur ekki hugmynd um hvað jafnaðarstefna er, og hefur heldur ekki áhuga á að vita það!  Sósialistar eru vandfundnir og undir sömu sök seldir!  Hér ríkir Thatcher-ismi:  Markaðurinn sér um fátæklingana!  Og stjórnmálaelítan er öll sammála um að hafa það þannig!  Fátæktin er ekki hennar mál, heldur mál góðgerðafúsra kellinga!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill.

 Reyndar er það ekki alveg rétt að VG hugsi ekki um þessi mál öðrum fremur. Áhugi þeirra birtist í því að sparka í Þjóðkirkjuna sem einmitt heldur utan um eina öflugustu hjálparstofnunina.

Þetta er annars hárrétt hjá þér - hér ríkir pólitísk samstaða um það halda uppi markvissri fátækt og fylgjandi böli.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 21:53

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hversu mörg dæmi sjáum við árlega á þessa lund?

Fréttastofa sjónvarps birtir viðtal við einstakling eða fjölskylru sem hefur lent "milli þils og veggjar" í velferðarkerfinu. Tilfelli hans er einsakt og það fellur ekki að neinni reglugerð. Upp kemur núllstaða því lögin gera ekki ráð fyrir því sem ekki stendur í lögunum að ráð sé fyrir gert.

Nú fer oft í gang undarlegt ferli. Fréttamaður segir að til standi að safna! peningum til að sturkja viðkomandi svo hann geti lifað af eins og þeir sem kerfið gerir ráð fyrir! 

Ég minnist þess að hafa séð ráðherra sitja við símann í sjónvarpi í beinni og taka við gjöfum handa viðkomandi frá þjóðinni!!!!!!!

Og fólkið sat og fólkið horfði heima í stofu með tárin i augunum á ráðherrann sem fórnaði heilu kvöldi til að hjálpa illa stöddum einstaklingi til betra lífs!!!!!

Í hversu mörgum greinum samfélagsleg ræfildóms ætli við séum búin að setja heimsmet?

Aldrei mun ég óska þess að hún Tinna mín fái mannsvit. En mikð vildi ég að ráðherrar þessarar þjóðar yxu upp til þess metnaðarfulla þroska að hafa hundsvit.

Árni Gunnarsson, 8.4.2010 kl. 22:05

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

Stærsta verkefnið er að hækka lægstu laun - meðan það er ekki gert er ekki hægt að hækka viðhlítandi þann lífeyri sem fólk utan vinnumarkaðar á rétt á.

Bjarni Harðarson, 8.4.2010 kl. 23:06

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góður pistill.

 Við hverju búast menn þegar stór hluti þingmanna þ.m.t. núverandi ríkisstjórnar var á fóðrum hjá mönnum sem ættu að við venjulegar kringumstæður að vera sakamenn. 

Sigurður Þórðarson, 9.4.2010 kl. 08:17

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Harpa er frábær og hefur lengi verið hugsjónakona.

Hér er rætt um láglaunastefnu þá sem rekin er á Íslandi og stjórnmálaflokkum kennt um. Vissulega þeir þeir sína sök einkum þó gömlu valdaflokkarnir.

Ekki má í þessu sambandi gleyma samtökum atvinnu rekenda sem allatíð hefur gætt að kjarasamningar eru gerðir méð hætti að samið er um launaflokka sem ekki ætlunin að greiða laun eftir fyrir almenna starfsmenn á vinnu markaði. Nema þá  unglingar

Þetta eru tilbúnir taxtar sem hafa áhrif á öll tilfærslulaun. Þ.e.a.s. allar trygginga-bætur hins opinbera, tryggingabætur frjálsra tryggingafélaga og laun opinberra starfsmanna.

ASÍ tekur þátt í þessum leik, og  þá einkum Starfsgreinasambandið eins og það heitir um þessar mundir.

Við búum í landi hægri frjálshyggjunnar þar sem allri félagshyggju hefur verið haldið niðri áratugum saman.

Kristbjörn Árnason, 9.4.2010 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband