17.4.2010 | 11:50
Skítt með þjóðina! Flokknum allt!
Ber er hver að baki, nema sér varaformann eigi! Þorgerður Katrín kúlulánadrottning og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, á djamminu með Kjartani Gunnarssyni, varaformanni stjórnar Landsbankans og, á sama tíma, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins!
Ég sé að ég hef ekki fyllilega sama traust og ég hef áður notið. Ég hef því eftir mikla umhugsun komist að þeirri niðurstöðu að það sé best fyrir Sjálfstæðisflokkinn eins og sakir standa að ég láti af embætti varaformanns og ég fari í tímabundið leyfi sem þingmaður meðal annars með tilliti til þeirra þingnefndar sem er að fjalla um rannsóknarskýrslunnar," sagði Þorgerður Katrín.
Þorgerður stígur til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:12 | Facebook
Athugasemdir
Þorgerður Katrín tók ekki kúlulán. Hún verður því seint kúlulánadrottning.
Joseph (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 12:52
Er flokkurinn ekki allt fólkið sem stendur á bak við hann, þeir sem kusu hann til ábyrgðar... hún er að vinna fyrir fólkið í landinu, fólkið sem kaus flokkinn og aðhyllist stefnu sjálfstæðisflokksins...
Hekla Daða (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 13:15
Við hlið kóngs stendur drottning!
Þjóðin kaus ekki Sjálfstæðisflokkinn. 30-40%, síðast 22%, kaus D-listann, það er ekki þjóðin. Ergó kjósendur D eru ekki þjóðin. Aðeins hluti þjóðarinnar! Jónas Kristjánsson segir að þeir sem hafi kosið D-listann aftur og aftur séu fábjánar. Kannski rétt?
Stefna D-listans? Bjarni hefur margendurtekið að stefnan hafi ekki brugðist. það var niðurstaða flokksþingsins! Stefna D-listans verður því óbreytt: Laissez Faire, einsog síðustu 20-30 árin!
Auðun Gíslason, 18.4.2010 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.