18.4.2010 | 16:45
Fátækt á Íslandi er pólitísk ákvörðun allra flokka!
Fátækt á Íslandi er afleiðing af pólitískri stefnumótun á sama hátt og sífelldur peningaskortur í heilbrigðiskerfinu. Í eina tíð urðu allir stjórnmálaflokkar sammála um að "auðvitað" þyrfti að spara/skera niður í heilbrigðiskerfinu. Öfugt við Skandínava, sem forða þjóðfélagshópum með lágar tekjur frá fátækt, höfum við samþykkt fátæktina með þögn, aðgerðum og aðgerðarleysi! Við höfum ekki beitt skattakerfinu til tekjujöfnunar! Það er til marks um áhugaleysið hér á landi um þessi mál, að ég þurfti að leita lengi að bloggfærslum um málið. Fréttir af þessu máli er ekki að finna á Smugunni. Vinstrigrænir bloggarar eru áhugalausir um málið! Hvað segir það okkur? Jú, sá flokkur er líka búinn að samþykkja ástandið! Meirihluti svokallaðra jafnaðarmanna á íslandi hefur ekki hugmynd um hvað jafnaðarstefna er, og hefur heldur ekki áhuga á að vita það! Sósíalistar eru vandfundnir og undir sömu sök seldir! Hér ríkir Thatcher-ismi: Markaðurinn sér um fátæklingana! Og stjórnmálaelítan er öll sammála um að hafa það þannig! Fátæktin er ekki hennar mál, heldur mál góðgerðafúsra kellinga!
Thatcherismi=Blairismi=Þriðja leiðin: Stefna Samfylkingarinnar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar. Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, er fulltrúi þessarar stefnu í núverandi ríkisstjórn. Jóhanna og Steingrímur hafa samþykkt þessa stefnu nú, ef marka má aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum heimilanna!
Ætli ég endurveki ekki þessa færslu vikulega þar til breytt verður um stefnu!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:53 | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill, Auðun. Svo ég steli orðum óþekktar konu: "Stjórnkerfið á Íslandi er ónýtt" og bæti um betur "Íslenski fjórflokkurinn er ónýtur".
Hrædd er ég um að þín vikulega færsla verði þér framtíðarkvöð; nú eru pólitískir ráðamenn á fullu að setja vandamálin sín "i nefnd", og við vitum hvað það þýðir.
Kolbrún Hilmars, 18.4.2010 kl. 17:04
Takk! Þessi pistill birtist reyndar fyrir nokkrum dögum. Núverandi er lítið breyttur. Hræddur er ég um að þetta sé rétt, en kannski ef nóg er skrifað og talað um málið, að það nái eyrum hinna daufdumbu stjórnmálamanna! Ég mun allavega minnast á það við hvert tækifæri!
Verst að ég er orðinn svo gleyminn! En reyni að muna þetta!
Auðun Gíslason, 18.4.2010 kl. 17:18
Ég fæ ekki betur séð en þú farir með rétt mál í pistli þínum, Auðun. Hinir svokölluðu ,,vinstriflokkar" á Íslandi eru að mörgu leyti undarlegur uppáhellingur. Þessir flokkar, sem á sínum tíma voru stofnaðir af fólki úr verkalýðsstétt, voru illu heilli yfirteknir af menntafólki og eðli þeirra breyttist í kjölfarið. Nú er svo komið, að flokkseigendafélög þessara flokka rjúka upp til handa og fóta gegn öllum þeim sem dirfast að nefna stéttarbaráttu og sósíalisma á nafn. Það er engu líkara en hæstráðendur ,,vinstriflokkana" séu staðráðnir í að fljóta mótspyrnulaust með hinni pólitísku samtryggingu allra flokka, tilbúnir að slá á klærnar á öllum sem þeir halda að ætli að rugga fúahripi kapítalismans.
Jóhannes Ragnarsson, 18.4.2010 kl. 17:46
Það sem hér er umræðuefni er stærsti vandi þjóðarinnar. Með óskiljanlegu klúðri hefur stjórnvöldum tekist að gera flesta þætti stjórnsýslunnar sjálfvirka til að forða kansellíinu frá því að hugsa sem er að nokkru skiljanlegt þegar andlitin eru skoðuð.
Kerfið hefur innbyggðar varnir gegn áreiti fólksins sem um langa sögu hefur verið stjórnvöldum helst til angurs og ónæðis. Öll þekkjum við það að ef leita þarf til opinberrar stofnunar með erindi þá fer mestallur tíminn í að ná sambandi við einhvern sem "hefur með málið að gera." Þá tekur við næsta þjáning og hún felst í því að koma viðkomandi í skilning um erindið.
Þá kemur næst að manni sjálfum að skilja tungumál þess sem mætir í viðtalið og velta því fyrir sér hvort hann hafi svarað, því yfirleitt fer hann að tala um einhver atriði sem koma málinu ekki við.
Það tók mig nokkur ár að venja mig af þeim mannasiðum að þakka fyrir mig þegar svona samtölum lauk.
Og svo skulum við ekki gleyma því að ævinlega hafa þessir kontóristar stjórnsýslunnar tiltækar tölur frá OECD um brjálæðislega velsæld þessarar þjóðar í öllum efnum.
Þegar stjórnarandstaðan kemst í ríkisstjórn þá hverfur öll greddan eins og dögg fyrir sólu. Það er lögmál á Íslandi.
Árni Gunnarsson, 19.4.2010 kl. 08:19
Fín lýsing á kanselíinu hjá þér, Árni minn! Ég hef víst einhverntíma sagt þér frá því, þegar ég þurfti að eiga samskipti við embætti Ríkisskattstjórna. Þar var enginn við að af starfsmönnum, sem höfðu með málið að gera, þannig að ég endaði meða að tala við Indriða sjálfan Þorláksson. Hann hafði öll svör á reiðum höndum, þó það væru svör byggð á röngum forsendum. Ekki vildi hann viðurkenna það. Á endanum varð mér á orði: Þú ert einsog Guð almáttugur. Hefur alltaf rétt fyrir þér! Indiði svaraði pent: Já!
Auðun Gíslason, 19.4.2010 kl. 14:17
Athyglisverðar pælingar Auðunn, og þörf umræða þó fyrir löngu síðann væri, ég verið að lauma skoðunum mínum á þessu bæði hjá sjálfum mér: http://keh.blog.is/blog/keh/ sem innlegg hjá öðrum, og nú síðast hér: http://keh.blog.is/blog/keh/entry/1048070/#comment2865387 svo þú ert ekki einn að velta þessu sinnuleysi gagnvart þeim sem verst eru staddir fyrir þér.
Ég vara þig við að ég er dómharður á hugsunarhátt hins almenna borgara ekki síður en flokkanna og yfirvalda. ;)
Kíktu á þetta og þó við án efa getum rifist um aðferðir/lausnir og margt annað, þá erum við allavega sammála um að "þöggunin" um þetta á engann rétt á sér.
Kristján Hilmarsson, 28.4.2010 kl. 16:51
Það er ein um sama efni hér: http://keh.blog.is/blog/keh/entry/1040784/
Kristján Hilmarsson, 28.4.2010 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.