Fátækt á Íslandi er pólitísk ákvörðun allra flokka!

Fátækt á Íslandi er pólitísk ákvörðun allra flokka!

Fátækt á Íslandi er afleiðing af pólitískri stefnumótun á sama hátt og sífelldur peningaskortur í heilbrigðiskerfinu.  Í eina tíð urðu allir stjórnmálaflokkar sammála um að "auðvitað" þyrfti að spara/skera niður í heilbrigðiskerfinu.  Öfugt við Skandínava, sem forða þjóðfélagshópum með lágar tekjur frá fátækt, höfum við samþykkt fátæktina með þögn, aðgerðum og aðgerðarleysi!  Við höfum ekki beitt skattakerfinu til tekjujöfnunar!  Það er til marks um áhugaleysið hér á landi um þessi mál, að ég þurfti að leita lengi að bloggfærslum um málið.  Fréttir af þessu máli er ekki að finna á Smugunni.  Vinstrigrænir bloggarar eru áhugalausir um málið!  Hvað segir það okkur?  Jú, sá flokkur er líka búinn að samþykkja ástandið!  Meirihluti svokallaðra jafnaðarmanna á íslandi hefur ekki hugmynd um hvað jafnaðarstefna er, og hefur heldur ekki áhuga á að vita það!  Sósíalistar eru vandfundnir og undir sömu sök seldir!  Hér ríkir Thatcher-ismi:  Markaðurinn sér um fátæklingana!  Og stjórnmálaelítan er öll sammála um að hafa það þannig!  Fátæktin er ekki hennar mál, heldur mál góðgerðafúsra kellinga!

Thatcherismi=Blairismi=Þriðja leiðinStefna Samfylkingarinnar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar.  Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, er fulltrúi þessarar stefnu í núverandi ríkisstjórn.  Jóhanna og Steingrímur hafa samþykkt þessa stefnu nú, ef marka má aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum heimilanna!

Ætli ég endurveki ekki þessa færslu vikulega þar til breytt verður um stefnu!

Viðbót:  Samfylkingin gefur út nú, að flokkurinn hafi leiðst útí Blair-isma.  Það er alfarið rangt!  Blair-isminn/þriðja leiðin var tekin upp sem stefna flokksins yfirvegað og samþykkt af stofnunum flokksins!  Samfylkingin getur ekki haldið því fram að hún hafi lent  eða leiðst útí Blair-ismann, einsog fyllibytta sem leiðst hefur útí drykkjuskap!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband