13.5.2010 | 18:44
Styrmir Gunnarsson, innvígður og innmúraður ritstjóri Kolkrabbans, skrifar bók. Bók eftir bók með þvottapoka!
Merkilegt með Styrmi Gunnarsson. Hann er innanbúðarmaður valdaklíkunnar, sem skapaði þetta ógeðslega samfélag sem honum er svo tíðrætt um. Innsti koppur í búri, innvígður og innmúraður! Hann lætur sem saklaust fórnarlamb og áhorfandi. Hann skrifaði áður bókina Umsátrið. Setti þar fram fáránlega hugmynd um vonda útlendinga sem bæru ábyrgð á óförum Íslendinga. Sú kenning féll, skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis felldi kenningu hins saklausa ritstjóra málgagns valdsins!
Styrmir fjallar m.a. um Icesave í nýju þvottapoka-bókinni sinni. Hann gleymir því hvernig FLokkurinn, sem hann þjónaði svo dyggilega allan sinn starfsaldur, fór með þetta mál haustið 2008. Gekk að samkomulagi við Evrópusambandið fyrir hönd Breta og Holendinga, þar sem gengist var undir túlkun ESB, Breta og Hollendinga á málinu. Hann gleymir líka þingsályktunartillögu ríkisstjórnar Geirs H. Haarde frá í desember 2008 um ríkisábyrgðina. Hann gleymir líka samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Geirs H. Haarde og Seðlabankans undir stjórn Davíðs Oddssonar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, þar sem samþykkt er að afgreiða Icesave málið. Yfirlýsingin var undirrituð af Davíð Oddsyni og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, gleymum því ekki góðir hálsar. Síðan hefur þessi myllusteinn hangið um háls þjóðarinnar!
Ekkert var gert til að hafa hemil á bönkunum allan þann tíma sem þeir voru í eign þessara skelfilegu eigenda sinna. Regluverk Evrópusambandsins var lágmarksregluverk og hvergi annarsstaðar var það látið duga eitt sér! Þeir sem töluðu fyrir aðgerðum til að hafa hemil á bönkunum voru álitnir snarbilaðir , öfundsjúkir og niðurrifsseggir, sbr. Ögmund Jónasson!
Styrmir kórónar meistaraverkið með því að setja fram mjög svo einhliða túlkun og útúrsnúning á niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis á Icesave! RNA kveður ekki upp úrskurð um greiðsluskyldu eða ekki greiðsluskyldu, heldur teflir fram sjónarmiðum! Styrmir með þvottapokann sér í hönd dregur fram það sjónarmiðið, sem honum hugnast og oftúlkar niðurstöðu RNA.
Hinum saklausa fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, hinum innvígða og innmúraða, væri sæmra að hætta þessari spunaræpu sinni í þágu hinnar seku og gerspilltu valdastéttar. Og lýsa yfir samsekt vegna hins ógeðslega samfélag, sem hann tók fullan þátt í að skapa!
Bið svo að heilsa Bláu Höndinni! Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:49 | Facebook
Athugasemdir
Flott færsla!
Eftir helgina verður komið að slitastjórn Landsbankans að ákæra. Kaupþing er komið vel á veg í kerfinu, einnig Glitnir. Svo kemur Landsbankinn eftir helgina.
Munum þó alltaf eitt: Sjálfstæðisflokkurinn er saklaus! Hann gerði bara það sem hann kann. Að hygla fáum, á kostnað þjóðarinnar. Honum finnst það göfugt og sér því enga sekt í því.
Sagði ég nokkuð að hann væri heimskur?
Sagði ég nokkuð að Styrmir væri léleg gólftuska fyrir aumustu öfl Íslands?
Mikið hlýt ég að eiga ósagt!
Polli, 13.5.2010 kl. 19:59
Takk! Að eiga eitthvað ósagt þýðir að maður þarf að láta vaða! Láttu vaða!
Auðun Gíslason, 13.5.2010 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.