13.6.2010 | 22:35
Vatnalögunum frestað einu sinni enn!
Bréf frá Margréti Tryggvadóttur, þingmanni Hreyfingarinnar! Svar við fjöldapósti!
Takk fyrir bréfið,
Við erum sammála ríkisstjórnarflokkunum um að vatnalögin frá 2006 beri að afnema strax. Það sem flækir málið er klúður iðnaðarráðherra sem er ekki tilbúin með frumvarp að þeim lögum sem eiga að koma í staðinn, þrátt fyrir að svokölluð vatnalaganefnd 2 hafi skilað frumvarpsdrögum 1. desember s.l. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn sáu sér leik á borði með því að hóta málþófi nú í þinglok verði gildistöku laganna frá 2006 ekki frestað í þriðja sinn frekar en að þau séu afnumin alveg. Ég hugsa að lendingin verði að þeim verði frestað einu sinni enn en svo afnumin þegar ný koma í staðinn. Mér finnast lögin frá 2006 stórhættuleg og miður að þau skuli ekki vera afnumin strax. Ég er á áliti meirihluta iðnaðarnefndar vegna þessa, reyndar með fyrirvara vegna ömurlegra vinnubragða iðnaðarráðherra. Álitið má sjá hér: http://www.althingi.is/altext/138/s/1299.html
Bestu kveðjur,
Margrét
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta hefur Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn skipað Steingrími að láta ógert. Ekki man ég betur en að þessi sjóður hafi verið mikill fleinn í holdi Steingríms þegar hann barðist hvað grimmast gegn öllu því sem hrunstjórn Geirs og Ingibjargar hafði samið um.
Undarlegt með þennan mannfjanda; það er alveg sama hvað mikið hann innbyrðir af kosningaloforðum sínum þá sést ekki að fitni neitt að ráði.
Ætli það sé engi næring í þessum loforðum?
Árni Gunnarsson, 13.6.2010 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.