30.8.2010 | 18:45
40 milljarðar í hvað?
Í hvað í ósköpunum hafa þessir 40 milljarðar farið? Hvað á þetta dæmi allt að kosta? 1000 milljarða? 2000 milljarða? Fyrir 120 störf? Og þó þau væru 300!
Búið að verja 40 milljörðum í verkefnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:47 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Bloggvinir
- dolli-dropi
- malacai
- bjarnihardar
- brandurj
- ea
- killjoker
- coke
- vglilja
- gudrunmagnea
- neytendatalsmadur
- veravakandi
- latur
- hehau
- gorgeir
- hlynurh
- disdis
- ingabesta
- jevbmaack
- palmig
- joiragnars
- ktedd
- manisvans
- stebbifr
- svanurg
- vefritid
- vestfirdir
- para
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- veffari
- reykur
- arnith
- icekeiko
- andres08
- skagstrendingur
- skinogskurir
- gattin
- skulablogg
- haugur
- heimssyn
- hedinnb
- snjolfur
- hordurjo
- isleifur
- kreppan
- kamasutra
- ksh
- larahanna
- 123
- raudurvettvangur
- runirokk
- siggisig
- siggith
- lehamzdr
- vest1
- thj41
- iceberg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sprengja Berg í Helguvík gera varnargarða fylla upp með brotabergi og reka niður nýtt þil síðan jarðvegsvinna á lóð fyrirtækisins uppsteypa sökkla sem eru enginn smásmíði reising á burðarmannvirkjum veggja þeas gríðarlegra stálbita og fullt af öðru sem má nefna
Það hafa haft þarna vinnu kring um bara þetta fjöldinn allur af fólki og þetta hefur margfeldisáhrif út í þjóðfélagið og tala ekki um á svæðinu
120 störf ?? 300 ???? hvaðan færðu þær tölur ætli ekki væri nær að tala um að um 2000 einstaklingar muni njóta góðs af Álveri fyrir utan tekjur sem það skilar inn í sveitafélögin og allt í kring um það
Hvaðan ertu af landinu svona beiskur maður ekki Húsavík þó
Allavega hefur ekkert ból á Íslandi þurft að missa eins mikið af aflaheimildum og suðurnes sem voru stærsta verstöð Íslands og ekki gat Byggðarstofnun hjálpað hér enda þurftum við hana ekki því við höfðum kanan sögðu þeir
Ok Kaninn fór og heill manna missti hér atvinnu og það á mjög stuttum tíma og hvað þá auðvitað reynum við að skapa tækifæri til nýrra starfa enda höfum við Suðurnesjamenn verið þekktir fyrir harðsæki og að vera sjálfum okkur nóg annað en segja má um Skeppnuhaldarana sem vilja bara styrki og aftur styrki hvort sem er út á dauðadæmdan Rækjuiðnað á Vestfjörðum eða á Mjólkurkvóta æá Norðurlandi eða Lambakjötsfjalls sem selt er á okurverði af sunnlenskum bændum allt gert með styrk Byggðarstofnunar
Nei Kallinn minn Suðurnesin munu standa upp úr þegar haustar að og þá munu menn horfa þangað með tækifæri til vinnu í augunum
Þetta kallast Öfund Auðunn svona skoðanir sem þú kastar fram :)
Guðmundur (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 19:16
Sæll Auðun
Ég spyr nú líka, í hvað? Ekki hefur Reykjansbær eitt þessum krónum. Höfnin kostaði nálægt milljarði. Ef Norðurál, án leyfa og tryggðar orku, hefur sóað fé sínu er það ekki gott en alfarið þeirra mál.
Guðmundur, þú og aðrir sem lifið í sjálfsblekkingu og draumórum verðið að vakna. Dug og huglaus ríkistjórnin þorir ekki að vekja ykkur. Það verður aldrei neitt Helguvíkur-álver. Veistu afhverju? Það er ekki bara þessi stjórn, þetta hefur verið vitað í mörg ár. Orkan er og verður ekki til!
Dingli, 31.8.2010 kl. 06:41
Sælir! Um síðustu áramót hitti ég Íslending, sem starfar hjá fyrirtæki í Kanada við að hanna álverið í Helguvík. Hann sagðist ekki hafa trú á að álverið yrði stærra en fyrstu tveir áfangar ca. 200.000 tonna álver!
Það er alveg hárrétt að orkan er ekki til. Nú þarf að byrja að bora rannsóknarholur o.s.frv. Það er ekki rétt að þetta mál hafa stoppað hjá ríkisstjórn. Það eru deilur um skipulag á svæðinu milli sveitarfélaga. Þegar þær eru settlaðaðar getur Orkustofnun gefið rannsóknarleyfi. Fyrr ekki. Umhverfisráðherra hefur aðeins farið að lögum og krafist þess að aðrir gerðu það líka!
Svo má spyrja: Var ekki of mikið einblínt á álver? Var ekkert annað í myndinni? Keilir og álver. Það eitt.
Auðun Gíslason, 31.8.2010 kl. 11:26
Hversvegna misstu suðurnesjamenn allan þennan kvóta? Seldu þeir hann burt? Ef þeir eru svona harðsæknir og sjálfum sér nógir, hversvegna hafa þeir þá ekki byggt upp atvinnulífið á svæðinu? Var öllu púðrinu eytt í að skipuleggja ný íbúahverfi og grenja út álver? Peningunum sóað í skipulagsmál og gatnagerð en ekki uppbyggingu atvinnulífs?
Auðun Gíslason, 31.8.2010 kl. 11:32
Sjáum til Kobbi kemur til bjargar eins og oft áður Kobbi er maður með mikð vit og er landeigandi að orkublettum sem HS (magma) er að fá og þar er næg orka þannig að spyrjum að leikslokum það er ekki allt í f´rettum sem hér er í gangi og það verður gaman að sjá þegar málið verður leist innan Stjórnarinnar að OR getur fengið Puttan frá okkur hér því OR er ekki eini aðilinn sem á orku það leinast víða menn sem eiga Lönd með nægri orku sami Kobbi lét HS í té landið við Höskuldarvelli þar er næg orka þannig að eins og áður sagði sjáum til :)
Guðmundur (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 12:34
Í þriðjung aldar hafa risið nokkrir merkilegir frumkvöðlar á Íslandi sem er lítið eyríki norður í hafi. Þangað kom upplýsingasamfélagið fremur seint en óx hratt við óvenju hagstæð veðurskilyrði.
Allir þessir frumkvöðlar hafa haft sama háttinn á við að leita uppi vitranir og kallast sú aðferð að leggjast undir feld. Upphafsmaðurinn að aðferðinni hét Þorgeir og fann þessa aðferð óvart þegar hann söfnaði ölsvefni undir kýrhúð á útihátíð og vaknaði með delerium tremens.
Allir þeir frumkvöðlar sem hér áður voru nefndir hafa lagst undir kýrhúð (sútaða að sjálfsögðu) að dæmi Þorgeirs áðuráminnsts.
Það sem sameinar þessa frumkvöðla alla er að þeir fundu aðferð sem sameinar.
Þorgeir sagði alla Íslendinga eiga að hafa ein lög og einn sið.
Þeir sem á eftir komu hafa haldið því fram að allir Íslendingar eigi að vinna við eitt og sama verkefnið sem heitir Álver.
Ísland mun hljóta mikla athygli fyrir merkilega frumkvöðla.
Árni Gunnarsson, 31.8.2010 kl. 20:37
http://skarfur.blog.is/blog/skarfur/entry/1090342/
Auðun Gíslason, 31.8.2010 kl. 22:24
Hin meinta yfirstétt mætti rifja upp þennan skólalærdóm Um ein lög og einn sið!
Auðun Gíslason, 31.8.2010 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.