3,5 milljón Bandaríkjamanna starfar í hergagnaiðnaði.

Sjálfsagt eru fjölmörg afleidd störf  tengd þessum iðnaði.  Ég var að  horfa á þátt í sænska sjónvarpinu um Víetnam-stríðið.  Þáttur þessi byggir á samtölum við Robert Mcmamara.  Mikið  skelfing var þetta sorgbitinn maður, sem von er kannski.  Við sem munum þetta stríð munum kannski, að gangur stríðsins hafði veruleg áhrif á hlutabréfamarkaðinn í Wallstreet.  Kaninn réðst inní Kambódíu og markaðurinn fór upp og niður aftur þegar þeir drógu liðið til baka sem dæmi.  Ekki liggur fyrir hve marga íbúa Indókínaskagans Bandaríkjamenn myrtu í þessari herferð sinni (Það er víst talið í milljónum en ekki hundruðum þúsunda).  Ekki frekar enn í dag, þegar þeir hafa fundið sér nýjan óvin til að halda þessum iðnaði sínum gangandi að ógleymdum olíubransanum. Á þessum tíma var stundaður öflugur áróður fyrir þessu stríði og gegn svokölluðum kommúnistum sem börðust gegn heimsvaldaofríki BNA.  Nú um stundir er óvinurinn annar og lævíslegri aðferðum beitt í áróðrinum.  Og enn eru fjölmargir sem hafa meðtekið boðskapinn líkt og í denn.  Og eru þeirrar skoðunar að sjálfsagt mál sé að myrða óbreytta alþýðu, sem er svo óheppin að búa í þeim löndum, sem Kanar telja sig þurfa að ráðast á í ábataskyni! 
mbl.is Yrðu stærstu vopnaviðskipti í sögu Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Auðun Gíslason

My country, my ass!  Frábært!!!

Auðun Gíslason, 16.9.2010 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband