3.10.2010 | 17:11
Alþingi hefur um tvennt að velja.
Morgundagurinn verður bestur!
Nú set ég eftirfarandi fram í nafni Morgundagsins: Alþingi hefur um tvennt að velja. Að fara að kröfum þjóðarinnar, sem kristallast ágætlega í nýjasta útspili Framsóknarflokksins (sic). Hinn kosturinn er, að Alþingi verði sett af í blóðugri uppreisn!Hugmyndir mínar að kröfum á hendur Alþingis:
1. Að heimilunum verði bjargað úr þeirri skuldakreppu sem þau eru í, og stafar af verðbólgu áranna 2008-2009, og gengisfallinu. Uppboðin verði stöðvuð þegar í stað. Afskriftir verðtryggðra lána um 20-30%. Gengislánin verði sett á sanngjarna vexti. Núverandi lausn er ekki sanngjörn.
2. Atvinnulífinu verði komið til bjargar úr sömu skuldakreppu, og því hjálpað til að komast af stað. Að viðbættum sömu úrræðum og fyrir heimilin þarf að leysa bankana undan þeim lánahemli sem er í SÍ. Endurreisn atvinnulífsins byggist ekki á stóriðju í eigu útlendra auðhringja!
3. Verðlag í landinu verði rannsakað. það er gersamlega óskiljanlegt,ef miðað er við verðlag í nágrannaríkjunum, t.d. Bretlandi (þá miða ég ekki við verðlag í "fínu" götunum í London. Og ekki við verðlag í lúxussjobbum. Hvað er álagningin orðin há hér á landi? 100-200%?
4. Skilanefndir bankanna verði leystar frá störfum. Bankasýsla ríkisins verði endurskipulögð. Bankarnir starfi á forsendum þjóðarinnar og þjóni þjóðfélaginu! Bankasýsla ríkisins sjá til þess eftir endurskipulagningu hennar!
5. Umboðsmaður skuldara starfi fyrir skuldara, en ekki á forsendum lánastofnana!
6. Umboðsmaður barna gæti mannréttinda barna, sem nú eru þverbrotin með því að þau eru gerð heimilislaus. Á Íslandi eru börn, sem fara svöng í háttinn á kvöldin! Ekkert heyrist í svokölluðum umboðsmanni barna!Þetta er einhver mest skömm sem hvílir á íslensku samfélagi í dag.
7. Tilboðsleiðin verði sú leið sem valin verður við endurskoðun á skipulagi fiskveiða við Íslandsstrendur. Handfæraveiðar verði gerðar frjálsar!
8. Skattleggja verður innistæður séreignarlífeyrissjóða og inngreiðslur eftir það.
Svona mætti halda lengi áfram, en ég hef í bili lagt fram mínar kröfur. Og mun halda því áfram, og er fullkomlega tilbúin að mæta ofbeldi valdatækis yfirstéttarinnar, lögreglunnar. NIÐUR MEÐ AUÐVALDIÐ!-LIFI BYLTINGIN!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Facebook
Athugasemdir
Heyr! Vel skilgreint og í knöppum texta og vel skilgreindum lausnum. Getur einhver bent á aðrar lausnir eða aðrar útfærslur?
Nú reynir á það.
Árni Gunnarsson, 3.10.2010 kl. 18:31
Ég á nú ekki von á frekari undirtektum, Árni minn! Og ekki fleiri athugasemdum frá hinum fjölmörgu aðdáendum mínum hér á moggablogginu! En takk fyrir góð orð!
Auðun Gíslason, 4.10.2010 kl. 09:15
Lifi byltingin!
Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2010 kl. 11:32
Heyr, heyr!
Auðun Gíslason, 4.10.2010 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.