Mikill innheimtuvandi fjármálafyrirtækja! Hagsmunasamtök Heimilanna.

Hagsnunasamtók Heimilanna:

"Í nýlegri skýrslu AGS er að finna ýmsar athyglisverðar upplýsingar. Þar eru m.a. tvö meðfylgjandi gröf. Það fyrra sýnir hlutfall lána sem eru það sem nefnt er NPL (Non-performing Loans) þ.e.a.s. lán sem eru í vanskilum (NPL eru lán sem eru í 90 daga vanskilum eða meira). Þetta hlutfall er hvorki meira né minna en 63% samkvæmt línuritinu. Í Febrúar 2010 virðast þetta hafa tekið að aukast lítillega. Hugsanlega tengist það greiðsluverkfalli HH en það þarf þó ekki að vera.

Aðeins 37% lána eru samkvæmt þessu í skilum...." 

 Greinin í heild:

http://www.heimilin.is/varnarthing/component/content/article/58-frettir/1027-mikill-innheimtuvandi-fjarmalafyrirtaekja

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það ætti ekki að standa lengi í kokinu á neinum áður en hann kyngir því að meira og minna af kröfum lánastofnana eru nú þegar tapaðar. Þess vegna er mér ósklijanlegt hversu mikil orka er lögð í að reikna út hversu mikið tapið yrði ef skuldir væru afskrifaðar að einhverjum hluta.

Tapið er staðreynd og mikill sparnaður væri fólginn í því að viðurkenna það sem fyrst og reikna út hversu miklu er hægt að bjarga með því að gera fólki kleift að standa í skilum. Standa í skilum með eðlilegar og viðráðanlegar eftirstöðvar eftir að allar lánsforsendur brustu.

Árni Gunnarsson, 12.10.2010 kl. 22:54

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Markmiðið hlýtur að vera að fjölga lánum í vanskilum!

Auðun Gíslason, 13.10.2010 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband