30.10.2010 | 15:15
Neyðarstjórn, takk!
Ríkisstjórnin fer einsog köttur kringum heitan graut, þar sem vandamál samfélagsins eru. Kjarklaus og huglaus! Hér ríkir stjórnarkreppa og þingið er í upplausnarástandi. Engin forysta er fyrir hendi, sem þing og þjóð gæti fellt sig við. Málin verður að leysa. Það getur ekki ríkisstjórnin og ekki þingið með núverandi stjórn! Valið stendur því milli neyðarstjórnar og kosninga. Síðari kosturinn er raunar ekki kostur í stöðunni miðað við ástand stjórnmálaflokkanna. http://utanthingsstjorn.is/
Áttu fund með Jóhönnu og Steingrími | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ástand fjórflokksins er afar slæmt. Þurfum því nýjar kosningar til að rassskella þá og hreinsa út af þingi.
Hægri Grænir stoðaðir 17 júní s.l komnir með á annað þúsund flokksmenn og hyggjast bjóða fram í
öllum kjördæmum. Sjálfstæðisflokkurinn brást gjörsamlega, enda í raun sósíaldemókrataískur flokkur.
Þjóðin hefur aldrei átt raunverulegan þjóðhollan hægriflokk. Enda ástandið eftir því. Þurfum því gjörsamlega
að breyta til, og koma SÖNNUM þjóðhollum hægriflokki til valda, til að rífa þjóðina upp úr þessum skíta-vinstripytti
sem Sjálfstæðisflokkurinn ber alfarið sök á.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.10.2010 kl. 21:41
Það þarf varla að taka það fram, að ég hef litla samúð með HægriGrænum! Minna má á að gegnum tíðana hafa vinstrimenn verið þeir, sem sýnt hafa mesta þjóðhollustu. Öfugt við hægri menn með sína undirlægju gagnvart erlendum kúgurum og ræningjum! Enda sóttu þeir gjarnan stefnu sína til sömu hugmyndafræðinga og skríllinn í Wallstreet!
Auðun Gíslason, 30.10.2010 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.