Léttvínið?

Var lagabreytingin um að leyfa sölu á léttu víni í matvörubúðum langmikilvægasta málið sem ekki náðist að klára á þingi fyrir þinglok?  Það mætti halda það svona miðað við bloggið.  Ég er bara ekki frá því að sumir ættu að panta sér viðtal hjá SÁÁ, já ef ekki bara pláss strax á Vogi.  Það er nú einsog mig minni að ýmis mál önnur hafi orðið eftir og önnur klúðrast.  Núna er t.d. vændi löglegt á Íslandi þvert ofaní vilja meirihluta þingmanna, skattamál Alcan eru óbreytt o. s.frv.  Ég er viss um að Björn Ingi borgarfulltrúi getur upplýst okkur um hvaða mál náðist ekki að afgreiða fyrir þinglok, önnur en þetta óþurftarfrumvarp, sem honum er af ókunnum ástæðum, svo annt um. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband