Björn Ingi, Hvaða skuldir?

Ætli geti verið að Björn Ingi hafi ekki lesið 3ja ára áætlunina? Skv. henni hækka skuldir borgarinnar pr. borgarbúa um 40,47%! Eru 2007 971.000, en verða 1.364.000 árið 2010; hækka semsagt um 393.000 á haus. Ber það vott um að greiða eigi skuldir borgarinnar?

Heildarskuldir A og B hluta borgarsjóðs hækka úr 113,963 milljörðum 2007 og fari í 166,094 milljarða 2010, hækka um 52 milljarða (skuldir án lífeyrisskuldbindinga). Ekki veit ég hvaða skuldir það eru  sem Björn Ingi segir að eigi að borga. Þær sjást ekki í þessari áætlun. Svo á víst að leggja áherslu á umhverfismál. Eitt er víst að fjárframlög til umhverfissviðs borgarinnar lækka til muna. Lenda í þessari meintu tiltekt á stjórnsýslu borgarinnar. Ætli sú tiltekt felist ekki í að setja vini og vandamenn niður við kjötkatkana; les: í vellaunaðar stöður í stjórnsýslu borgarinnar. Það fyndnasta við þessa áætlun er að þar er gert ráð fyrir að launakostnaður borgarinnar lækki næstu 3 árin. Hvernig það á að gerast hlýtur að flokkast undir galdra. Borgarbúum á að fjölga um 4300, byggja á nýja leikskóla og nýja grunnskóla. Eitthvað á þá að skeerast niður hlýtur að vera, en því miður þess sér ekki stað í áætluninni. Sem sagt: Hókus, pókus!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband