Kjósum um stefnumál flokkanna, Zero Framsókn!

Var að lesa nokkur Framsóknarmannablogg. Ósköp eitthvað erfitt hjá greyjunum. Íslandshreyfingin fer í taugarnar á þeim, jafnvel meira en Ingibjörg og Samfylkingin. Einn er farinn að renna hýru auga til formanns VinstriGrænna! Er það undarlegt, því einhver Framsóknar-Helga vill meina að hennar formaður sé mesti afburðarmaður sem gengur um á Íslandi í dag. Þannig að hróður Jóns og atgerfi er ekki öllum ljós í Framsóknarflokknum. Annars er leiðinlegt að sjá að Framsóknarbloggarar ætla að reka kosningabaráttu sína með óhróðri, skætingi og útúrsnúningi. Svona litla trú hafa þeir á málefnum sínum (ef einhver eru), eigin ágæti og reynslunni af stjórnmálagöngu sinni. VinstriGræn, Samfylkingin og Íslandshreyfingin eru öll í skotlínu Frammaranna. Þeir halla höfðinu ljúflega í kjöltu Íhaldsins, frelsara síns. Nú ætla þeir  í sameiningu, Villi góði (að eigin sögn) og Bingi, að bjarga ríkisstjórninni frá Sæbrautarklúðrinu. Faxaflóahafnir eiga að redda málinu. Meðan Framsókn sat í R-listaborgarstjórninni svelti ríkisstjórnin höfuðborgarsvæðið í vegamálum. Íhaldsherrarnir Sturla og Árni M. voru eins og staðir múlasnar gagnvart svæðinu. Fyrr skyldi frjósa í helvíti en þeir sýndu borgar og nágrannasveitarféögum samstarfvilja í vegamálum. Niðurstaðan er sú að flest banaslys í umferðinni verða á vegum sem liggja til og frá borginni. Nú lætur Ingi Björn sem Framsókn hafi ekki verið í R-listanum. Hann talar og skrifar, eins og þeir hafi ekki verið þar. Björn Ingi og Villi ætla að greiða úr fjármálaólestri og skuldasukki R-listans með því að sökkva borginni dýpra  í skuldafenið næstu 3 árin. Skuldir munu hækka um 40% per borgarbúa. Fara úr 971.000 í 1.364.000=393.000 hækkun. Eignir borgarinnar munu ekki vaxa sem þessu nemur, svo í hvað eiga þessir peningar að fara? Aftur að kosningarbaráttunni. Framsókn ætlar sér greinilega að hífa upp aumt fylgi sitt með auglýsingum auk þess sem að framan segir um kosningarbaráttu bloggara í Framsókn. Auglýsingamenn, spunameistaraog rægitungur er það sem þeir treysta á í baráttunni. Kannski geta sminkarar málað á Framsóknarmenn tímabundinn svip grandvarleika og stefnufestu. Seint held ég samt að til langframa fari af þeim spillingar- og hlaupatíkursvipurinn. Sem sagt, Zero Framsókn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emil Traustason

Við munm standa okkur vel í Framsókn  Hrra: Auðun Pétur Gíslason

Björn Emil Traustason, 22.3.2007 kl. 23:41

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Sannleikurinn getur verið sár. Ekki við mig að sakast þó svo sé. Sendiboðinn er ekki sekur!  Aldrei kaus ég framsókn!

Auðun Gíslason, 23.3.2007 kl. 00:31

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Samfylkingin í frjálsu falli, og nú er komið að kommúnum í Vinstri-grænum!
Hurra, fyrir því!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.3.2007 kl. 01:37

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Spurning hvort Framsóknarmaðurinn þarf ekki að stjúka grasið úr augunum á sér áður en hann les Moggann sinn! Kemur einhvers staðar fram að VG sé að tapa fylgi? Nei, ég bara spyr? Sf með sama fylgi og síðast og VG bætir við sig: Eina frjálsa fallið sem ég sé hér á blogginu eru vonir Framsóknar, sem svífa fagurlega til jarðar, eins og fiðrið af hænsnfoglum 

Auðun Gíslason, 23.3.2007 kl. 11:13

5 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ha ertu orðinn framsóknarmaður  Ég er Ómars maður er það ekki best ?____________ kv : Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 24.3.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband