24.3.2007 | 16:44
Stóriðjustopp og áfram hagvöxtur.Zero Framsókn!
Ýmsir hafa tjáð sig um afleiðingar stóriðjustopps á efnahagslífið. Kreppa-kreppa-kreppa heyrist frá stjórnar- og stóriðjusinnum. Greiningardeild Glitnis birti efnahagsspá í vikunni sem ekki gerir ráð fyrir frekari stóriðjuframkvæmdum. Hagvöxtur: 2006: 2.6%; 2007s: 1,7%; 2008s: 3,5%; 2009: 2,6%; 2010: 3,3%. Þess má geta að meðalhagvöxtur í ESB árið 2006 var 2.6%. Ekki er að sjá merki um samdráttur og kreppu í hagspánni. Hinsvegar mætti segja mér, að möguleikar til að ná jafnvægi í hagkerfinu fælist í stóriðjustoppi. Einnig tækifæri til að byggja upp atvinnlíf þeirra landshluta, þar sem hagvöxtur hefur verið neikvæður undanfarin ár. Látum ekki þá flokka sem sjá þau tækifæri ein sem felast í stóriðju villa okkur sýn með hræðsluáróðri sínum. Stofnun og uppbygging lítilla og meðalstórra fyrirtækja er víðast hvar í heiminum vaxtarbroddurinn í hagkerfi landa, og skila meiru til þjóðfélagsins. Í stóriðjuþennslunni hverfa þessir möguleikar í skuggann og frumkvæði fólksins fær ekki þann stuðning sem þarf. Stóriðjustoppið býður því upp á þann mögileika að virkja hugvit og frumkvæði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.