Lyftum asklokinu.---Alcan auglýsir.

Var að skoða auglýsingu Alcan. Minnti mig á umræðuna um Eyjafjörð versus Keilisnes umræðuna hér fyrir nokkrum árum. Þá var rifist um hvort setja ætti niður álver í Eyjafirði eða Keilisnesi. Ein röksemd Keilissinna var sú, að þar mengaði álver minna en í Eyjafirði. Mengunin fyki jú burt að mestu. Það er svo sem alveg rétt hjá Alcan að mengunin frá Straumsvík fer ekki beint ofaní nefið á Hafnfirðingum. En nákvæmlega, eins og mengunin hefði gert frá Keilisnesi, bitnar mengunin frá Straumsvík á okkur öllum Jarðarbúum á endanum, ekki bara á Hafnfirðingum og ekki bara á Íslendingum. Það er kannski til of mikils mælst, að fara fram á að Alcan lyfti asklokinu og líti til himins. En það má fara fram á það við Íslendinga. Reynum nú að skoða þetta mál í stærra samhengi. Við fáum ákv. mengunarkvóta, kvóta sem er hluti af heild. Mengunarkvótarnir verða endurskoðaðir 2012 (minnir mig) og þá er ekki sennilegt að þeir verði auknir, þvert á móti. Nú eru fleirri álrisar að banka uppá og vilja reisa verksmiðjur hér. Eitthvað er það á reiki hvað fyllir mengunarkvótann og hvenær. Viljum við setja okkur í þá stöðu að fylla mengunarkvótann með álverum eða viljum við eiga uppá eitthvað að hlaupa? Verslun með kvóta er hæpin lausn, enda um óvissu að ræða í því máli og ekki víst að um slíkt verði að ræða í framtíðinni, óvíst um verð og hver eigi að borga, hagkvæmni o.s.frv. Ætlum við sem sagt, að sitja uppi með það að vera búin að fylla okkar kvóta með mengun frá  álverum og geta okkur hvergi hrært í framtíðinni eða næstu 40 árin. Hvað ef eitthvað nýtt dæmi kæmi upp. Og ennfremur ætlum við okkur í skjóli eiginhagsmuna að vera meðal mestu umhverfissóða jarðarinnar og setja okkur og öðrum jarðarbúum skorður um vöxt í allri framtíð. Lyftum asklokinuog horfum til himins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband