Fátækir...

Hlustaði á hádegisfréttir með öðru. Mér heyrðist haft eftir Sigurði T., að það væru fleiri en fátækir sem stunduðu fjársvik (Rétt skal vera rétt. Hann sagði: Það er ekki einvörðungu fátækt fólk, sem fremur auðgunarbrot). Ég trúi því varla að ég hafi heyrt rétt. Eða trúir Sigurður T. því í alvöru, að fátækir "stundi fjársvik". Vonandi þá ekki í stórum stíl, því þá væru þeir væntanlega ekki fátækir lengur eða hvað? Ef ég heyrði rétt, þá eru þessi orð Sigurðar T. sennilega það vitlausasta sem opinber embættismaður hefur látið útúr sér, held ég. Viðbót: Trúir saksóknari því, að það sé frekar fátækt fólk sem fremur auðgunarbrot? Þetta þykja sjálfsagt fréttir, en hvað hefur saksóknari fyrir sér í því?
mbl.is Spilling á hæsta stigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Samkvæmt útlistun Geir H. Hannesar Hólmst. o.fl. er engin fátækt á Íslandi, svo hvað er Sigurður T. að vitna í?

Vilborg Eggertsdóttir, 27.3.2007 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband