Karl Matt. á þing.

Var að lesa bloggara sem hafði tekið saman hverjir kæmust á þing  og hverjir féllu miðað við niðurstöður skoðanakönnunar. Þá rifjaðist upp fyrir mér saga frá þeim tíma þegar Karl Matthíasson komst fyrst á þing. Mörður Árnason komst ekki inn í þeim kosningum. Mörður hitti ónefndan skólafélaga sinn á gangi og tóku þeir tal saman. Eitthvað barst talið að þinginu og nýafstöðnum kosningum. Segir þá Mörður: Flestir eru nú komnir á þing. Átti hann þar við Kalla.---"Og komust færri að en vildu", svaraði þá skólafélaginn fyrrverandi.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband