Spilasalir hér, en ekki þar.

Ég bý hérna rétt ofan við Hlemm og er ekki í Sjálfstæðisflokknum og Villi Góði er ekki nágranni minn, þó svo hann eigi rætur að rekja hér í hverfinu. Foreldrar hans, ásamt fjölskyldu, þar með Villi litli, bjuggu í húsinu númer 9 við Einholt. Nú berast þær fréttir að spilavítið, sem nágrannar Villa og vinir hans í Flokknum ráku af höndum sér í Mjóddinni í Breiðholtinu, verði flutt niður á hornið á Rauðarárstíg og Laugavegi. Þar er fyrir svona spilavíti, sem fláð hefur peninga af spilafíklum í nokkur ár. Nú á sem sagt að bæta um betur, og stækka spilavítið sem nemur þessum ,sem flæmdur var úr Mjóddinni. Okkur íbúum svæðisins er ekki skemmt. Við viljum nefnilega, eins og íbúar Breiðholtsins, vera laus við ósómann. En í stað þess að flæma spilavítið burt fyrir okkur, ætlar Villi Góði, að breyta Hlemmi og nágrenni í eins konar mini-Vegas. Svona er lífið fyrir ofan Hlemm. Enda er ég, eins og ég segi, ekki í Flokknum og Villi Góði er ekki nágranni minn!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband