30.3.2007 | 11:40
Alcan með kosningarétt í Hafnarfirði?
Ég verð að viðurkenna að hakan seig niður á bringu, þegar ég sá upphafið á borgarafundinum í Hafnarfirði í gær. Ég nefnilega hélt að "Hagur Hafnarfjarðar" og "Sól í Straumi" væru samtök borgaranna sem tækjust á um málefnið sem um átti að fjalla; viðfangsefnið væri sem sagt skipulagsmál og stækkunin hjá Alcan. En afsakið! Var ekki sjálft viðfangsefnið mætt, þ.e. fulltrúi þess í Straumsvík, Rannveig Hrist, afskið Rist, og hélt fyrstu framsöguræðuna. Síðan komu fulltrúar samtaka borgaranna. Ég er bara svona grænn, en mér finnst eitthvað nú bogið við þetta...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.