30.3.2007 | 21:38
I og F og eldri borgarar+öryrkjar.
Hvað eiga þessir framboðslistar sameiginlegt. Það er spurningin. Mér flaug það skyndilega í hug að það sem þessi framboð eiga öll sameiginlegt er að forystusauðirnir eru allir úr Sjálfstæðisflokknum! Margrét Sverrisdóttir (kannski Ómar Ragnarsson), Guðjón A. Kristinsson og Arndís Björnsdóttir eru öll úr Sjálfstæðisflokknum. Var einhver að tala um klofning einhversstaðar. Svo gæti verið von á einu enn, hver veit. Nei, ég segi nú bara svona. Er þá ekki augljóst hverjir mynda næstu ríkisstjórn. Jamm, Sjálfstæðisflokkarnir allir fjórir. Alveg er þetta grænt!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.4.2007 kl. 17:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.