Flugvöllurinn. Lausn sem "allir" geta sætt sig við!

Ég er búinn að grufla mikið yfir flugvallarmálinu, og hef komist að eftirfarandi niðurstöðu eftir mikla yfirlegu og viðræður við menn, sem þekkja mjög vel til flugskilyrða kringum Reykjavík. Þrír kostir eru ræddir í stöðunni, en fjórða lausnin er til og hún er best!  Vatnsmýrin, Löngusker og Hólmsheiði. Tökum Hólmsheiði fyrst. Þar er alltaf vont veður. Ef það er ekki svartaþoka, þá er þar annað hvort hríðarbilur eða hávaðarok og rigning. Auk þess er þar beitiland frístundabænda á Höfuðborgarsvæðinu, þó svo rolluskjáturnar tolli þar aldrei lengi vegna illviðris. Þetta segja mér menn sem þekkja mjög vel til flugskilyrða kringum Reykjavík. Sama er að segja um Löngusker, ef frá er talin þokan og sauðbeitin. Þar er sífellt særok flesta daga ársins, sem er mjög afleitt fyrir flugrekstur segja mér kunnugir. Þar er auk þess mjög vindasamt og veður einstaklega vond á vetrum. Það er því ljóst að flugvöllurinn er best kominn þar sem hann er í Vatnsmýrinni miðað við þær hugmyndir sem ræddar hafa verið. Hitt er ljóst að landfylling á Lönguskerjum yrði mikill happafengur fyrir verktakabransann og gæti skaffað ótal verkfúsum höndum verkefni, auk þess að skapa ómæld auðævi til handa verktakafyrirtækjum í verktakagreiðslum, rándýru byggingalandi og vegna byggingastarfsemi. Því er hugmynd mín sú, að ráðist verði í myndarlega landfyllingu kringum Löngusker.  Síðan yrði reist  myndarleg og blómleg háhýsabyggð á landfyllingunni. Þar gætu síðan verið grænir reitir og allskyns útivistarsvæði fyrir íbúana, skólar og önnur þjónusta.  Flugvöllurinn yrði sem sagt áfram í Vatnsmýrinni og allir yrðu ánægðir og yndu glaðir við sitt. Það er að vísu eitt sem gæti skyggt á gleðina og það er að aðflugskilyrði gætu orðið dálítið takmörkuð.

post-15-1076348912


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband