Lægri skattar!

Fyrst langar mig að impra á einni augljósri staðreynd! Eftir því sem menn hafa hærri tekjur því meira hafa lífsjör þeirra batnað á síðustu árum. Og eftir því sem menn hafa lægri tekjur því minna hafa lífskjör þeirra batnað á síðustu árum! Þetta sannar skoðanakönnun sem birt var í dag. Nú má búast við því að hægri menn komi með mótbárur. Svo sem að umræðan undanfarið hafi talað niður tilfinningu þeirra lægst launuðu fyrir því hvað þeir hafi það nú mikið betra núna en áður, og eitthvað í þessa veru .Við þekkjum tóninn! Nei, Nei, fátækt er ekki svona mikil. Það fer allt eftir viðmiðunum blablabla (HHG. o.fl.)  Ég hef nú úr svo litlu að moða fyrir mig og mína, að mér datt í hug, að hefði ég Yfir 800.000 krónur í tekjur á mánuði, þá tæki ég sennilega ekkert eftir því hvort lífskjörin bötnðu eða versnuðu!

Lægri skattar? Vilja ekki allir lægri skatta? En kannski fer afstaðan til skatta eftir lífsviðhorfum manna. Við sem erum hlynt velferðarþjóðfélagi vitum að til þess að halda uppi velferðarþjónustu þurfa þjóðfélagsþegnarnir að borga skatta. Við erum líka flest hlyntari stighækkandi sköttum eftir því sem tekjur manna hækka. þessu er öfugt farið með hægri menn, sem eru almennt ekki fylgismenn velferðarþjóðfélaginu. Þeir eru líka líklegri til að vilja flata skatta sem eru íþyngjandi fyrir þá sem lágar hafa tekjur, því meir sem tekjurnar eru lægri. Þessu til stuðnings má benda á rýrnun persónuafsláttar síðustu árin. Við vitum öll hvað það hefur þýtt fyrir okkur með lágu tekjurnar. Svo má í þessu sambandi ræða um hvernig sköttunum okkar er ráðstafað þegar þeir eru komnir í kassann hjá ríkinu og sveitarfélaginu, sem við búum um. Á meðan þrengt er að heilbrigðiskerfinu hefur utanríkisþjónustan blásið út. Og þar er sko ekki verið að spara. Sendiráðin þurfa helst að vera í dýrustu hverfunum og byggingarnar er ekkert slor. Ekki að sjá að þar fari smáþjóð, sem þarf að spara. 14 sendiherrar eru á launum hjá skattgreiðendum umfram fjölda sendiráða. Þá eru þeir væntanlega í einhverri skrifstofuvinnu, sem stúlkur með gagnfræðapróf hefðu sinnt hér áður. Svo má ekki gleyma vitleysunni í kringum öryggisráðsframboðið. Þar á að eyða litlum 800 milljónum í framboð. Hafa íslenskir stjórnmálamenn svona mikið til málanna að leggja í alþjóðamálum. Það hefur allavega enginn tekið eftir því nema þeir sjálfir. Það er ekki nema Ólafur Ragnar hafi eitthvað vægi í útlöndum, en má ekki beita sér þá verða bjánarnir vitlausir, sbr. Halldór Blöndal þarna um daginn. Eitthvað er nú að á þeim bænum! Það má telja upp í allt kvöld vitleysuna sem stjórnmálamennirnir vilja eyða sköttunum okkar í. Og svo má nota annað kvöld í að telja upp það sem skattarnir okkar ættu frekar að fara í í augum félagshyggjufólks. Ég treysti því að allir þekkki nokkur dæmi um hvorutveggja þannig að hér set ég .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband