21.4.2007 | 14:41
Velferðarkerfið er rjúkandi rúst! Og loforðin svikin!
Buglbiðlistann þarf ekki að ræða, segir Gísli Marteinn, vegna þess að kaupmáttur hefur aukist á kjörtímabilinu! 170 börn eru á biðlistanum! Um enga framhaldsmeðferð er að ræða eftir dvöl á BUGL! Eru engin takmörk fyrir mannvonsku hægrimanna. Nú er búið að taka skóflustunguna 16 árum og seint. Hvað eru djélistinn og bélistinn búnir að vera að gera? Ekkert! 70 geðfatlaðir eru á götunni og 110 manneskjur liggja á sjúkrahúsum vegna þess að þær hafa í engin önnur hús að venda! Geir Haarde hundsaði/sveik samning borgarinnar og heilbrigðisráðuneytisins um 200 ný hjúkrunarrými í Reykjavík! Hvað er ríkisstjórnin búin að gera á tímabili ráðstjórnar hinna ríku? Stjórnin hefur hlaðið undir hina ríku og skert lífskjör hinna tekjulægri, skert lífskjör aldraðra, skert lífskjör sjúkra, skert möguleika sjúkra til þess að ná heilsu, skert möguleika barna hinna tekjuminni, svona má lengi telja. Svo berja þeir sér á brjóst frambjóðendur djélistans og bélistans og þykjast góðir og hafa vel að verið! Kann þetta fólk ekki að skammast sín eða er það einfaldlega haldið einhverri pólitískri siðblindu? Kaupmáttaraukning hinna tekjuhærri kemur okkur hinum ekki til góð! Við erum líka manneskjur! Höfnum svikurum og loddurum djélistans og bélistans!
'Afram VinstriGræn! Áfram Samfylkingin!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.