Kosningasjónvarpið. Vanræksla ríkisstjórnarinnar.

Ég tek undir það, að uppstillingin á frambjóðendum er dálítið sérkennileg í sjónvarpinu, nema hún eigi að undirstrika að stjórnarflokkarnir ganga ekki óbundnir til kosninga. Óskýr orð um eitthvað annað tekur enginn alvarlega, síst þeir sjálfir. Það er alveg víst að framsókn lítur á það sem sína einu von að vera áfram í skjóli íhaldsins. Íhaldið getur hinsvegar ekki hugsað sér betri samstarfsflokk, leiðitamur sem framsóknarflokkurinn er.

Það hefur verið kostulegt að hlusta á stjórnarherrana verja vanrækslusyndir sínar í dag. Geir Haarde í morgunútvarpinu og svo undirsátana í sjónvarpinu. Heilbrigðiskerfið er meira og minna í molum, biðlistar hér og biðlistar þar. Hundruðir sjúklinga og aldraðra húsnæðislaus og vegalaus. Öryrkjar og aldraðir hafa verið látnir sitja á hakanum hvað varðar bætt lífskjör. Vitanlega hafa lífskjör þeirra batnað en ekki nóg til þess að þeir komist almennt upp fyrir fátæktarmörkin. Stjórnarherrarnir viðurkenna að þetta sé búið að vera svona lengi, en segja svo að allt sé í lagi vegna þess að loks er byrjað að greiða úr vandamálunum, sem hafa fengið að bíða óleyst í góðærinu. Skattamálin eru þannig að Geir Haarde fullyrðir, að það kæmi lágtekjufólki ekki betur ef skattleysismörk hefðu hækkað eðlilega með verðbólgu. Betra sé fyrir alla að skattprósentan lækki frekar. Þetta er ekki í takt við verileikann. Og Geir H. Haarde skilur greinilega ekki hvernig kerfið virkar eða vill ekki skilja það! Hækkun persónuafsláttar og þar með skattleysismarka er aðgerð sem kæmi sér best fyrir þá tekjulægstu, en snertir þá tekjuhærra minna. Lækkun skattprósentunnar kemur sér vel fyrir hærri tekjufólk, en skiptir þá tekjulágu minna. Þetta vilja stjórnarliðar ekki viðurkenna; it's a flat earth society! Biðlistarnir á BUGL skipta heldur ekki máli vegna þess að um daginn var tekin skóflustunga! Siv lýgur uppí opið geðið á þjóðinni og þráspurð endurtekur hún þvæluna, sem er í engu samræmi sannleikann. Allt er þetta rugl og vanræksla er svo í fínu lagi vegna þess að kaupmátturinn í efri lögum þjóðfélagsins hefur aukist svo mikið! Hverslags rugl er þetta nú? Ég var svo hættur að fylgjast með lýginni og veruleikafirrtu blaðrinu í stuttbuxnabófanum í sjónvarpinu. Það er takmörk fyrir öllu. En hann var ósvífinn að venju! Ég spyr nú bara, hvernig eiga samviskulausir menn að geta fylgt samvisku sinni sem þingmenn? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband