Fjárlagahallinn framundan!

marxbureaucratGeirHHaarde

Þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins (sem ef til vill er kosningabrella að hluta) staðfestir það sem Einar Oddur sagði í vetur. Ástand ríkissjóðs er orðið þannig eftir 16 ára samfellda stjórn Sjálfstæðisflokksins, að hann  er orðinn háður þensluástandi í efnahagslífinu. Einar Oddur sagði, að símapeningana þyrfti líklega að nota til að rétta af hallann á ríkissjóði á næstu árum. Þannig er sem sagt búið að fara með tekjuöflunarleiðir ríkisins á undanförnum árum til að hygla hinum efnameiri í þjóðfélaginu. Tekjurnar í eðlilegu ástandi efnahagslífsins, þ.e. í jafnvægi, duga ekki til að standa undir útgjöldunum. Ekki það að ríkisstjórnin hafi ekki verið að undirbúa sig fyrir þetta. Niðurskurður og fjársveltið í velferðarkerfinu bendir jú til þess. Aðhaldið er slíkt, að vandamálin hrannast upp. Svo er, rétt fyrir kosningar, rokið af stað. Það á að redda öllu með loforðum um útgjöld og fjárstreymi úr ríkissjóði. Loforð hér og loforð þar. Skóflustungur og áætlanir. Hvernig verður ástandið á ríkissjóði, ef sú ríkisstjórn sem við tekur eftir kosningar á að standa við öll loforðin og fylgja öllum áætlununum sem settar hafa verið af stað. Þeir vita það sjálfir, stjórnarherrarnir, að þeir hafa ekki umboð til að skuldbinda ríkissjóð með þessum hætti. Stjórnarandstaðan er þó aðeins að segja, hvað hún vill gera komist hún til valda. Ríkisstjórnin er að skuldbinda ríkissjóð á  mörgum sviðum langt fram í tímann. Það er alveg klárt, að sama hvernig ríkisstjórn tekur við, að skattahækkanir eru framundan. Það fer svo eftir því, hvort við fáum yfir okkur hægri stjórn eða vinstri stjórn, hvar skattahækkanirnar lenda, og hvort haldið verður áfram að skerða velferðarkerfið eða það byggt upp aftur. Áfram VinstriGræn! Áfram Samfylkingin! Sameinum kraftana og fellum þessa afturhaldsríkisstjórn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband