Kostuleg umræða um öryggismál Íslands!

Eru Rússarnir að koma eða einhvejir aðrir?  Hefur einhver áhuga á að ráðast á Íslendinga og taka landið af okkur? Til hvers er varnarsamningur "á friðartímum"? Er fortíðin en og aftur að leggja sína helbláu köldu hönd á umræðuna? Er kaldastríðinu ekki lokið í íslenskum stjórnmálum? Þurfum við alltaf að sækja annað í björgunarmálum? Eigum við enn að trúa því, að við höfum ekki efni á því á að reka björgunar- og öryggisstarfssemi í landinu? Þau gleymast seint orðin, sem Davíð lét falla, þegar hann sté á land eftir að hafa myndað ríkistjórn með Jóni Baldvin: Nei, við höfum ekki efna á að kaupa og reka björgunarþyrlu!  Er þetta hugsunarhátturinn sem liggur að baki þessari umræðu?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er aldrei of varlega farið drengurinn minn. Óvinurinn lætur alltaf þá helst til skarar skríða þegar maður uggir ekki að sér. Ævinlega kíki ég undir rúmið mitt áður en ég fer að sofa, það er útlátalaust og manni líður strax betur að vita að þar liggur enginn í leyni. 

Árni Gunnarsson, 29.4.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband