Ógnun við lýðræðið?

Þingmaðurinn Ásta Möller telur Forseta lýðveldisins vera ógnun við lýðræðið! Ástu var boðið að koma á Stöð 2 og skýra mál sitt í viðtali.  Vildi fyrst mæta en gugnaði svo og afboðaði sig.  Þorði sem sagt ekki að standa við orð sín!  Ég legg til að Ásta skýri mál sitt fyrir okkur kjósendum.

Hvernig má það vera að þingmaður á Alþingi telji Forseta Lýðveldisins ógnun við lýðræðið?  Látum það vera að einhverjir götustrákar í blaðamannastétt láti þetta fjúka í fýlu sinni útí Ólaf Ragnar eða Ekkiaðdáendaklúbbur Ólafs hafi viðlíka skoðanir.  En hér er þingmaður sem skrifar og hún verður að gera grein fyrir máli sínu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband