Ógnar Sjálfstæðisflokkurinn lýðræðinu?

Svarið er augljóslega já!  Stór hluti Sjálfstæðisflooksins vill ekki fylgja þeirri þingræðisvenju sem fylgt hefur verið frá stofnun lýðveldisins og stjórnarskráin gerir ráð fyrir. Þar er og hefur verið gert ráð fyrir virkri aðkomu forsetaembættisins að myndun ríkisstjórna. Falli ríkisstjórnin 12.maí er það skylda forsætisráðherra að tilkynna forsetanum það formlega að stjórnin sé fallin. Forsetinn ákveður síðan hverjum er falið stjórnarmyndunarumboðið.  Ætlar Ásta Möller, ritstjóri Mbl. og skoðanabræður að fara aðra leið? Það má kannski benda á að slíkt myndu vissilega teljast landráð. Er þetta fólk að hvetja til landráða?  Það væri mjög æskilegt að fá svar við því fyrir 12.maí.  Verður framið valdarán í landinu eftir kosningar ef stjórnin fellur?  Það liggur beinast við að ætla svo ef forseti lýðveldisins má ekki eiga aðkomu að stjórnarmyndunarviðræðum, einsog lög og stjórnarskrá gera ráð fyrir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ásta Möller er ekki Sjálfstæðisflokkurinn, skoðanir hennar endurspeigla ekki skoðanir allra í Sjálfstæðisflokknum.

Ingólfur H Þorleifsson, 1.5.2007 kl. 18:06

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ósköp var raunalegt hvað henni gekk illa að leiðrétta sjálfa sig í þessu samtali við fréttamanninn. Það hafði gleymst að segja henni hvernig hún átti að gera það.

Árni Gunnarsson, 1.5.2007 kl. 19:03

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Ásta Möller var víst tekin útundir "húsvegg" og skömmuð eða "róuð" eftir því hver segir frá.  Það er rétt að skoðanir Ástu eru ekki skoðanir allra Sjálfstæðismanna, en ansi margra. Er ekki búin að sjá viðtalið, en orð hennar standa enn óútskýrð eða leiðrétt á blogginu hennar. En ég veit ekki af hverju hún á að vera leiðrétta "skoðanir" sínar frekar en stór hluti djélistafólks. Mesta furða að ekki sé búið að ráða kall greyið af dögum, einsog þetta lið lætur. Heldur ristir hún nú grunnt lýðræðisástin!

Auðun Gíslason, 1.5.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband