4.5.2007 | 20:27
Jón Gerald.
Ég var að vona, að nú værum við laus við Jón Gerald útúr íslensku þjóðlífi og allri umræðu hér á landi. Nei! Ó, ekki! Þurfti þá ekki Sigurður Tómas að áfrýja frávísuninni í máli Jóns Geralds. Mér er alveg sama, hvort Jón þessi er sekur um glæp eða ekki. Sigurður Tómas, gerðu það, dragðu þetta til baka! Hlífðu nú þjóðinni við að þurfa að hlusta á Jón Gerald tjá sig opinberlega á Ísland. Er ekki komið nóg? Maðurinn er... Hér ákvað ég að hætta. Annars fengi ég örugglega á mig meiðyrðamál! Einsog Davíð sagði svo eftirminnilega: Það má bara ekkert segja! Sigurður Tómas hættu við, gerðu það! Ekki áfrýja í máli Jóns Geralds...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.