5.5.2007 | 15:17
Falskar eru enn í boði Framsóknar!
Ég vil vara foreldra barna 3-12 ára við að gleðjast of snemma yfir samningi Sivjar og formanns Tannlæknafélagsins. Þetta er opinn samningur og nú á eftir að koma í ljós hvort tannlæknar skrifa undir hann. Hver og einn tannlæknir verður að skrifa undir fyrir sig. Það er ekki einsog félagar Tannlæknafélags Íslands séu á einhvern hátt skuldbundnir af samningnum. Til þess að gerast aðili að samningnum verður hver tannlækningir fyrir sig að samþykkja hann og verða þannig aðili að honum. Ef nú enginn skrifar undir, þá er þetta bara samningur milli Sivjar og formanns Tannlæknafélagsins, einsog hann er nú. Ef tannlæknir barnsins míns eða þíns skrifar ekki undir er ég engu bættari eða verð að skipta um tannlækni, þ.e. skipta yfir til tannlæknis sem hefur samþykkt hann. Og ef hann er ekki eins góður og sérfræðingurinn í barnatannlækningum, sem við höfum farið til fram til þessa? Greiðir þá Tryggingastofnun þessi 30-40% af kostnaðinum einsog áður eða fellur sá "samningur" alveg úr gildi. Og svo er annað. Nýi samningurinn fjallar ekkert um tannviðgerðir, aðeins um eftirlit, leiðbeiningar um tannhirðu og flúorskolun! Ekkert um viðgerðir! Pössum okkur á því!
Falskar eru enn í boði Framsóknar! Hvað vilt þú í fermingargjöf barnið gott?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.