Flokkakynningarnar.

VinstriGræn voru með svona gamaldags ungmennafélagsútgáfu á kynningunni sinni.  Minnti soldið á 16 mm bíósýningar í barnaskólanum í gamla daga.

Guðríður Lilja var góð!  Alveg sérstaklega var ég sammála orðum hennar um stjórnmálamenn og atvinnulífið.  Fjármálamenn, fjárfestar og athafnamenn eiga að sjá um atvinnulífið.  Og alveg sérstaklega þegar um stofnun og rekstur stórfyrirtækja er að ræða.  Stjórnmálamenn geta hinsvegar séð til þess að sprotafyrirtæki og frumkvöðlar hafi aðgang að aðstöðu, aðstoð og fjármagni.  Stjórnmálamenn eiga svo að setja reglur til þess að fjármagnseigendur gleypi ekki allt og alla og vaði yfir allt í græðgi sinni og gróðafíkn.  "Græðgi leiðir nefnilega m.a. annars til glæpa.  þessvegna þarf reglur".

Benedikt Davíðsson er hetja!  Hann hefur þessa heiðríku sýn á réttlátt þjóðfélag, sem er svo gott að trúa á og vonast eftir.  En er kannski einsog regnboginn...En Benedikt er svo sannarlega trúr hugsjóninni um réttlátt þjóðfélag og mætti vera okkur fyrirmynd!

Geir H. Simpson var í mánudagsviðtali hjá einni af "ekkisætustustelpunniáballinu" og ekki orð um það meir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband