Skattastefna ríkisstjórnarinnar!

  Indriði H. Þorláksson:

"Á árinu 1992 voru tekjuskattar einstaklinga að meðaltali um 17% af heildartekjum þeirra. Árið 2005 var meðalskatthlutfallið orðið um 22% og hafði því hækkað um 5 prósentustig eða rúmlega fjórðung. Hjá hjónum í lægsta tekjufjórðungi hækkaði skattbyrðin um 10 til 14 prósentustig, Hjá hjónum með meðaltekjur hækkaði skattbyrðin um 4,5 til 6 prósentustig, Hjá hjónum með hærri tekjur en ¾ hlutar allra hjóna hækkaði skattbyrðin um nálægt 2,5 prósentustig. Hjá þeim 10% hjóna sem hæstar tekjur hafa lækkaði skattbyrðin um 2 til 25 prósentustig.

 

Réttilega hefur verið bent á að sú staðreynd að laun hafa hækkað hefur leitt til aukinnar skattbyrði. Í tekjuskattskerfi með skattleysismörk og stígandi meðalskatthlutfall gerist það sjálfkrafa ef ekki er gripið inn í og föstum kerfisins breytt. Sé breytingar gerðar í hlutfalli við tekjubreytingar helst skattbyrðin óbreytt en ef þær fylgja verðlagsbreytingum hækkar skattbyrðin á uppgangstímum og raungildi skatta eykst á kostnað ráðstöfunartekna. Í samdrætti eru áhrifin andstæða þessa. Á síðustu árum hefur hvorugri þessari aðferð verið beitt en sú leið valin að hækka ekki skattleysismörkin í samræmi við tekjur og verðlag en lækka í stað þess skatthlutfallið. Óhjákvæmileg afleiðing slíkra aðgerða er að færa skattbyrðina af þeim sem sem hafa hærri tekjur á hina sem eru tekjulægri eins og tölurnar bera með sér.

 

Á það hefur einnig verið bent að þrátt fyrir aukna skattbyrði hafi ráðstöfunartekjur á föstu verðlagi hækkað. Er það rétt að vissu marki en ekki algilt. Þrátt fyrir almenna hækkun tekna hafa ekki allir hærri ráðstöfunartekna en þeir hefðu haft með sömu rauntekjur á fyrri árum. Hjón með allt að 4 milljónir í árstekjur 2005, en í þeim hópi eru um 19% hjóna, greiddu allt að 5% hærri skatt en hjón með sömu rauntekjur greiddu 1995. Ráðstöfunartekjur þeirra voru því lægri en þær hefðu verið með skattkerfinu frá 1995. Hjón með 4 - 6 millj. kr. tekjur 2005 greiddu svipað hlutfall tekna sinna í skatt og þeir hefðu greitt fyrir 10 árum af sömu rauntekjum. Aðrir með hærri tekjur greiða lægra hlutfall af rauntekjum í skatt en áður frá um 1% með 6-8 m.kr. í tekjur og upp í 15% þegar tekjur eru yfir 30 m. kr. Sé litið á rauntekjur hefur skattbyrði hækkað að jafnaði um 2 prósentustig. Hækkuð skattbyrði hefur leitt til lækkunar á ráðstöfunartekjum hjá u.þ.b. 20% tekjulægstu hjóna. Hjá öðrum hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist eða haldist lítt breyttur."

Berum þetta saman við málflutning ríkisstjórnarinnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband