11.5.2007 | 12:16
Hann-ess svarar fyrir skattpíningarstefnuna!
Hann-ess skrifar þessar athugasemdir við greinar Indriða H. Þorlákssonar. Ekki er vitað til að hann-ess hafi neitt vit á hagfræði. En kannast nokkur við tóninn?
"Greinar þínar bera þess keim, að þú sért í pólitískum erindagjörum, enda varst það þú, sem reiknaðir upp á þitt eindæmi og persónulega út Gini stuðla fyrir þá Stefán Ólafsson og Þorvald Gylfason, og reiknaðir þá vitlaust (tókst með söluhagnað af hlutabréfum, sem ekki er gert annars staðar). Þannig fóru þeir fram með rangar tölur og ósambærilegar, sbr. skýrslu Evrópusambandsins . HHG.
Það, sem þú ert að segja, er hið sama og Stefán Ólafsson tönnlaðist á, að hlutfall skatttekna af VLF hefur hækkað. Það er viðurkennt og vitað. En það er einmitt vegna framfaranna (minna tapreksturs fyrirtækja og hærri tekna almennings), eins og ég skýrði út hér áðan. Það er villandi að segja um það, að skattbyrðin hafi þyngst." HHG.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.