14.5.2007 | 15:34
Sagan endalausa.
Stjórnarflokkarnir ætla greinilega að endurtaka leikinn, sem þeir léku í borgarstjórn Reykjavíkur. Framsóknarmenn átta sig greinilega ekki á því, að pólitískur ofleikur þeirra í Reykjavík er ein ástæða þess að þeim var hafnað í kosningunum nú. Þetta þótt snjallt hjá Birni Inga á sínum tíma, en hefur dregið dilk á eftir sér. Sérhagsmunapotið í borginni kostaði flokkinn atkvæði í þingkosningunum. Sjálfstæðismenn vilja umfram allt halda völdum, en eru reyndar komnir uppað vegg. Hvað gerist ef ógnvaldurinn á Bessastöðum kemst í spilið? Þó svo forsetinn eigi að vera hlutlaus í pólitísku tillit, þá hafa djélistamenn ekki verið að safna prikum hjá Ólafi Ragnari Grímssyni í gegnum árin. Árásir Ástu Möller og ritstjóra Morgunblaðsins á forsetann í kosningabaráttunni voru þvílíkur dónaskapur, að það slær flestu við sem flokksmenn Sjálfstæðisflokksins hafa látið útúr sér. Er þó af nógu að taka. Dylgjurnar sem Ásta og ritstjórar létu eftur sér að viðhafa um forsetann eru ekki settar fram í einhverju tómarúmi umræðunnar innan raða æðstu valdamanna Sjálfstæðisflokksins. Því berst nú Geir um á hæl og hnakka við að halda foræðinu á stjórnamyndunum á sinni hendi, auk þess sem viljinn til þess að halda völdum knýr hann áfram. Reynir að ríghalda í Framsókn, en reynir um leið að hindra að Samfylkinguna og VinstriGræn nái raunverilegu útspili í málinu. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að besta væri fyrir stjórnmálin í landinu til lengri tíma, að stjórnin héldi áfram. Ég held nefnilega að þeir myndu fljótlega springa á limminu og stjórnin falla. En hvað sem verður þarf að losa forræðið á stjórnarmyndunum úr höndum forystu Sjálfstæðisflokksins. Þessi völd sem þeir tóku sér 1995 og hafa haldið síðan gefa þeim forskot og völd, sem ekki á að líða miðað við þá stjórnskipun, og hefðir, sem við búum við. Hvort það gerist núna eða í nánustu framtíð skiptir í sjálfu sér engu. Nú virðist Guðjón Arnar ætla að losa Geir úr klemmunnni og býðst til að setjast í stjórn með Geir og Jóni. Ingibjörg og Steingrímur virðast líka vera til í tuskið. Ég held, að betra væri fyrir stjórnaandstöðuflokkana að láta ekki hungrið í völdin villa sér sýn. Látum frekar Geir um sín vandamál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.