Sómi Framsóknarflokksins og framtíð.

Nú eiga  Framsóknarmenn leikinn. Sjá sómi sinn í því að segja af sér og tryggja þannig framtíð sína í stjórnmálum. Losa sig frá Sjálfstæðisflokknum og öðlast þannig frelsi til að taka þátt í stjórnmyndun á eigin forsendum. Þetta er einfalt! Ráðherrar framsóknar eiga að  segja af. Framsóknarflokkurinn getur þá myndað ríkisstjórn með Samfylkingunni og VinstriGrænum. Jón Sigurðsson minntist á Ólaf Jóhannesson og hvernig hann glotti stundum. Ég held að Ólafur væri hættur að glotta væri hann hérna meginn grafar. Hann hefði ekki látið sér lynda að standa í skugga Sjálfstæðisflokksins við þessr aðstæður. Hann hefði tekið málið í sínar hendur, gripið tækifærið og myndað 3ja flokka stjórn með vinstrimönnum. Framsóknarflokkurinn er í úlfakreppu, sem Jón Sigurðsson á að losa hann úr. En hefur hann kjark? Ólafur hafði kjark til að grípa tækifærin. Ætlar Jón Sigurðsson að bíða eftir að vera kallaður til verka nú, eins og endranær, eða hefur hann kjark til að taka málin í sínar hendur? Veltur ekki framtið Framsóknarflokksins á því?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband