Rólegan æsing, stilla sig!

Það er nú óþarfi að fara úr límingunum, þó mönnum þyki gengið framhjá sér og sínum flokki í stjórnarmyndunarviðræðum.  Reiðin virðist sjóða í sumum og pirringurinn óþarflega mikill og útbreiddur.  Það er nú ekki, einsog öll nótt sé úti.  Það er ekki búið að mynda stjórn. Auk þess hefur stjórnarandstaðan hlutverk á þingi.  Yfirlýsingagleði og einhver óvild gagnvart Framsóknarmönnum er t.d. að einangra VinstriGræna og formann þeirra. Kolbrún pirruð á stöð 2 (nennti ekki að hlusta á þær stöllur).  Æsingur og svekkelsi er svo leiðinlegt á að hlusta. Formaður Framsóknar lætur, einsog svikin eiginkona og hreytir úr sér skætingi. Frjálslyndi formaðurinn einn heldur stillingu sinni enda sjálfsagt ekki búist við ráðherrastól fyrir sig og sína.  Enginn hefur verið svikinn í tryggðum!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

 já þú segi það Ísland er nú í góðum höndum í fyrsta sinn í 12 ár

samfylkingin er kominn  KV: Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 18.5.2007 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband